Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 102
bótaábyrgð ríkisins hefði nægilega stoð í íslenskum lögum. í þessu felst megin-
munurinn á niðurstöðu héraðsdóms annars vegar og Hæstaréttar hins vegar.
Héraðsdómur byggði niðurstöðu sína beint á 6. gr. EES-samningsins og dómum
Evrópudómstólsins en Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu með því að
styðjast við íslenska löggjöf og hafa til hliðsjónar ráðgefandi álit EFTA-dóm-
stólsins.
Með þessu móti gerði Hæstiréttur skýran greinarmun á hlutverki sínu og
hlutverki EFTA-dómstólsins sem er mjög mikilvægt. En eins og áður hefur
komið fram gegndu lög nr. 2/1993, sem tekur meginefni EES-samningsins upp
í íslensk lög, veigamiklu hlutverki þegar ákvarðað var hvort skaðabótaábyrgð
ríkis hefði nægilega stoð í íslenskum lögum. Túlkun á EES-samningnum var
því óhjákvæmileg til að hægt væri að ákvarða hvort skaðabótaábyrgð ríkis hefði
nægilega stoð í íslenskum lögum. í þessu sambandi notaði Hæstiréttur rök-
stuðning sambærilegan þeim sem fram kernur í áliti EFTA-dómstólsins.
Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var starfsreglum ábyrgðasjóðs launa ekki
breytt fyrr en árið 2003 þegar ný lög um ábyrgðasjóð launa gengu í gildi, þ.e.
lög nr. 88/2003. I athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til laganna
kemur hins vegar fram að sjóðurinn breytti túlkun sinni á lögum um ábyrgða-
sjóð launa til samræmis við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um leið og álitið
var birt.29
2.3 Mál E-2/98 Samtök verslunarinnar o.fl.30
Hinn 20. janúar 2000, eða tveimur mánuðum eftir að Hæstiréttur kvað upp
dóm í Fagtúnsmálinu og næstum einum mánuði eftir dóminn í máli Erlu Maríu
Sveinbjörnsdóttur, kvað Hæstiréttur upp dóm í þriðja málinu þar sem reyndi á
spuminguna um áhrif ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, H 2000 132, Samtök
verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna gegn íslenska ríkinu og
Lyfjaverðsnefnd, en það var Héraðsdómur Reykjavrkur sem í þessu tilviki
óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins.
Málsatvik voru þau að Samtök verslunarinnar (SV) og Félag íslenskra stór-
kaupsmanna (LFIS) höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu (I) og Lyfjaverðsnefnd
(L) og kröfðust þess að tiltekin ákvörðun L um hámarksverð lyfja í heildsölu
yrði felld úr gildi og dæmd ógild. Akvörðun Lyfjaverðsnefndar fól í sér
almenna lækkun á heildsöluverði lyfja með kostnaðarverð kr. 3000 og hærra.
Því var meðal annars haldið fram af SV að samkvæmt tilskipun ráðsins
89/105/EBE, frá 21. desember 1998, um gagnsæjar ráðstafanir er varða verð-
lagningu lyfja, gæti Lyfjaverðsnefnd einungis aðhafst eftir beiðni af hálfu
heildsala en ekki að eigin frumkvæði.
29 Alþt. 2002 -2003, 128. löggjafarþing, þskj. 1055, 649. mál.
30 Mál E-2/98 Samtök verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna, FIS gegn íslenska ríkinu
og Lyjjaverðsnefnd. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 172.
396