Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 103
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað með úrskurði 4. mars 1998 að leita ráð-
gefandi álits EFTA-dómstólsins um tiltekin atriði er varða túlkun á umræddri
tilskipun. Meginspumingin, sem beint var til EFTA-dómstólsins, var sú hvort
einhliða ákvörðun Lyfjaverðsnefndar þess efnis að lækka heildsöluverð á
lyfjum félli undir gildissvið tilskipunarinnar um gagnsæjar ráðstafanir er varða
verðlagningu lyfja, og ef svo væri hvort slfk einhliða ákvörðun fullnægði skil-
yrðum tilskipunarinnar.
EFTA-dómstóllinn svaraði spumingum héraðsdóms jákvætt í ráðgefandi
áliti 24. nóvember 1998, þ.e. að Lyfjaverðsnefnd væri heimilt einhliða að taka
almenna ákvörðun til lækkunar á heildsöluverði lyfja að tilteknum formskil-
yrðum uppfylltum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að tilskipunin hafi
ekki áhrif á verðstjómarstefnu samningsaðila. Þar af leiði að samningsaðila sé
samkvæmt tilskipuninni frjálst að gera ráðstafanir til að stjóma útgjöldum
rfkisins til lyfjamála að því tilskildu að ráðstafanimar séu í samræmi við kröfur
tilskipunarinnar um gagnsæi.
Héraðsdómur í máli þessu var kveðinn upp þann 14. maí 1999, þ.e.a.s. áður
en Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Fagtúns ehf. (18. nóvember 1999) og máli
Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur (16. desember 1999). í forsendum héraðsdóms er
það tekið til umfjöllunar hver áhrif ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins hafi á
úrlausnir íslenskra dómstóla. í dóminum er að mestu ítrekuð röksemdafærsla
EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur um eðli EES-samn-
ingsins þar sem fram komi að EES-samingurinn sé alþjóðlegur samningur,
sérstaks eðlis, sem feli í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi og að gildissvið
hans og markmið séu víðtækari en venjulega tíðkast í þjóðréttarsamningum. I
framhaldi af því segir dómstóllinn að markmiðinu um einsleitni verði ekki náð
nema að samræmd túlkun og beiting ákvæða EES-samningsins og samsvarandi
ákvæða EB-sáttmálans og tilheyrandi afleiddri löggjöf sé tryggð. Dómurinn
leggur áherslu á að EFTA-dómstóllinn gegni veigamiklu hlutverki við að stuðla
að því að einsleitnismarkmiðinu verði náð. Með tilliti til fullveldis íslands og
þess hlutverks sjálfstæðra innlendra dómstóla að vemda fullveldi ríkisins komst
héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hin ráðgefandi álit væru ekki bindandi
fyrir innlenda dómstóla. Hins vegar séu ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins afar
mikilvæg og hefðu verulega þýðingu fyrir niðurstöðu dómstólsins í þessu máli.
Hvað varðar túlkun á þeirri tilskipun sem um ræddi í málinu studdist héraðs-
dómur að mestu leyti við sömu rök og EFTA-dómstóllinn og vísaði til álits hans
til stuðnings sínum eigin niðurstöðum sem voru samhljóða niðurstöðum EFTA-
dómstólsins. Tilvísanir til niðurstöðu EFTA-dómstólsins voru orðaðar á eftir-
farandi hátt í dómi héraðsdóms: „Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram
koma í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins ...“ og „... má með hliðsjón af ráðgef-
andi áliti EFTA-dómstólsins fallast á að ...“.
í dómi Hæstaréttar frá 20. janúar 2000 er vísað í dóm héraðsdóms varðandi
túlkun á tilskipuninni sem um ræðir og tekið undir röksemdafærslu og niður-
stöður héraðsdóms, án þess þó að fjalla með almennum hætti um álit EFTA-
397