Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 105

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 105
andi túlkun á 4., 40., 42. og 61. gr. EES-samningsins. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar og í dómi Hæstaréttar frá 13. janúar 2000, H 2000 55, var fallist á að leita álits EFTA-dómstólsins en spurningunum fækkað úr þremur í eina. I aðalatriðum var EFTA-dómstóllinn beðinn um láta í té álit sitt á því hvort 40. gr. EES-samningsins stæði því í vegi að aðilar sem nytu góðs af ríkisábyrgðum væru samkvæmt íslenskum lögum krafðir um hærra ábyrgðargjald vegna lána sem fengin væru frá lánveitendum í löndum annarra samningsaðila að EES-samningnum en þeirra lána sem fengin væru frá innlendum lánveitendum.33 í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins frá 14. júlí 2000 kemur fram, í mati dómstólsins á því hvort ríkisábyrgðakerfið samræmdist 40. gr. EES-samn- ingsins, að lántaka af því tagi sem hér um ræðir falli undir frjálsa fjármagns- flutninga í skilningi 40. gr. EES, sbr. og tilskipun 8/361/EBE. EFTA-dóm- stóllinn tók í framhaldi af því til umfjöllunar hvort ríkisábyrgðakerfið hindraði frjálsa fjármagnsflutninga. Niðurstaða dómstólsins var sú að innlend laga- ákvæði, eins og þau sem um ræddi, fælu í sér innbyggða mismunun milli lána frá erlendum og innlendum lánveitendum. Að því gefnu að aðrir skilmálar væru hinir sömu, leiddi þessi munur til þess að erlend lán yrðu dýrari en innlend lán. Slík mismunun gæti leitt til þess að lántakendur leituðu ekki til lánveitenda í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ákvæði um ábyrgðagjald, eins og það sem hér um ræddi, fæli því í sér hindrun á frjálsum fjármagnsflutningum. í ljósi túlkunar sinnar á 40. gr. EES-samningsins taldi EFTA-dómstóllinn að ekki væri nauðsynlegt að hann fjallaði um það hvort löggjöfin sem um ræddi samræmdist öðrum ákvæðum EES-samningsins. I dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. október 2000 var niðurstaðan sú að á grundvelli samningsins um stofnun Norræna fjárfestingarbankans bæri ekki líta á bankann sem erlendan aðila, samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir, en það var megin málsástæða stefnda. Sú niðurstaða leiddi ein og sér til þess að dómstóllinn hafnaði kröfu Lánasýslu ríkisins og var stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi héraðsdómur eigi að síður nauðsynlegt, vegna sérstaks eðlis málsins, að taka einnig til umfjöllunar ákvæði EES- samningsins í þessu samhengi, en stefndi í málinu byggði málsókn sína til vara á þeirri málsástæðu að um væri að ræða brot á EES-löggjöf. Héraðsdómur vísaði í niðurstöðu sinni til álits EFTA-dómstólsins og sagði í framhaldinu að með hliðsjón af markmiðinu um einsleitni og samræmda túlkun og beitingu 33 Spumingin sem lögð var fyrir EFTA-dómstólinn var svohljóðandi: „Er það samrýmanlegt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, einkum 4., 40., 42. og 61. gr. hans, að í landslögum ríkis sem aðild á að samningnum sé kveðið á um a. Að lántakandi sem nýtur ábyrgðar ríkissjóðs skuli greiða ábyrgðargjald af lánum sem hann tekur hjá aðilum í öðrum aðildam'kjum samningsins en ekki af lánum sem hann tekur hjá innlendum aðilum? b. Að lántakandi sem nýtur ábyrgðar ríkissjóðs skuli greiða hærra ábyrgðargjald af lánum sem hann tekur hjá aðilum í öðrum aðildar- ríkjum samningsins en af lánum sem hann tekur hjá innlendum aðilum?" 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.