Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 106
EES-samningsins, sem væri sett fram bæði í EES-samningnum og Samning-
num um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, beri innlendum dómstólum
skylda til að taka mið af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins.
Héraðsdómur Reykjavíkur lagði einnig mat á viðeigandi ákvæði EES-
samningsins og komst að því að í samræmi við það sem fram kæmi í áliti
EFTA-dómstólsins teldist lántaka af því tagi sem hér um ræddi til frjálsra
fjármagnsflutmnga í skilningi 40. gr. EES-samningsins. Með hliðsjón af
ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins komst héraðsdómur einnig að þeirri niður-
stöðu, með sömu röksemdafærslu og EFTA-dómstóllinn, að ábyrgðargjald það
sem hér um ræddi fæli í sér takmörkun á frjálsum fjármagnsflutningum. Dóm-
stóllinn vísaði einnig til hins ráðgefandi álits í þeirri niðurstöðu sinni að öðrum
ákvæðum EES-samningsins yrði ekki beitt við úrlausn málsins.
I niðurstöðu sinni lagði héraðsdómur mat á það hvort 40. gr. EES-samn-
ingsins gengi framar innlendri löggjöf þegar þessi lagaákvæði stönguðust á. I
þessu sambandi fór dómstóllinn ofan í kjölinn á bókun 35 við EES samninginn
og 3. gr. laga nr. 2/1993, en ekki þykir ástæða hér til að gera frekari grein fyrir
þeirri umfjöllun.
Hæstiréttur byggði dóm sinn í málinu eingöngu á því að ekki beri að líta á
Norræna fjárfestingarbankann sem erlendan aðila og staðfesti þegar af þeirri
ástæðu niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. I dóminum segir: „Þarf þá ekki að fjalla
um þá nrálsástæðu stefnda, að 8. gr. laga nr. 37/1961 samrýmist ekki EES-
samningnum, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 2/1993. Hins vegar
hafði stefndi tilefni til að fara fram á að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-
dómstólsins um þetta atriði“.
Fjármálaráðherra lagði, í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins, fyrir Alþingi
frumvarp til laga um breytingar á lögum um ríkisábyrgðir sem fól í sér að
ábyrgðargjald yrði það sama hvort sem um væri að ræða innlendan eða erlendan
lánveitanda. I athugasemdum greinargerðar með frumvarpinu kemur fram að
tillagan sé lögð fram í ljósi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. í þessu máli
hafði álit EFTA-dómstólsins ekki áhrif á dóm Hæstaréttar en leiddi aftur á móti
af sér lagabreytingu.34
2.5 Mál E-l/01 Hörður Einarsson35
I fimmta máli EFTA-dómstólsins sem varðar Island, máli Harðar Einars-
sonar, leitaði Héraðsdómur Reykjavíkur eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls-
ins á fjórum áhugaverðum og mikilvægum spumingum. I þessu máli stóðu
EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur í fyrsta sinn frammi fyrir spumingunni um
það hvaða löggjöf skuli hafa forgang þegar ákvæði í landslögum samræmast
34 Alþt. 2000-2001, 126. löggjafarþing, þskj. 167, 165. mál.
35 Mál E-l/01 Hörður Einarsson gegn íslenska ríkinu. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 3.1
dómasafni Hæstaréttar Islands er þetta málið nr. 477/2002 Islenska ríkið gegn Herði Einarssyni,
dómur frá 15. maí 2003.
400