Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 110
konar í skilningi 1. mgr. 14. gr. en eru samt senr áður í samkeppni sín á milli. I
samræmi við niðurstöður hins ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu var
það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að bækur á íslensku og bækur á erlendum
tungumálum væru a.m.k. að hluta til í samkeppni. Þá tók héraðsdómur það til
umfjöllunar hvort virðisaukaskattfyrirkomulagið fæli í sér vemdaráhrif. Niður-
staðan var sú að sú tilhögun að leggja 10,5% lægri virðisaukaskatt á bækur á
íslensku en á bækur á erlendum tungumálum væri til þess fallin að hafa í för
með sér vemdaráhrif í skilningi 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn
tók fram að þessi niðurstaða væri sú sama og fram hefði komið í áliti EFTA-
dómstólsins í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu tók dómurinn til um-
fjöllunar hvort einhver réttlæting væri fyrir slíkri vemd. Með hliðsjón af beit-
ingu 13. gr. EES-samningsins og 6. gr. sáttmálans um Evrópusambandið beitti
Héraðsdónrur Reykjavíkur að mestu sömu röksemdafærslu og EFTA-dóm-
stóllinn gerði fyrir þeirri niðurstöðu að nefnd ákvæði ættu ekki við í þessu rnáli.
Héraðsdónrur tók næst til umfjöllunar það álitaefni hvort ákvæði laga nr.
2/1993, sem tekur meginákvæði EES-samningsins upp í íslensk lög, skyldu
hafa forgang gagnvart ósamrýmanlegum ákvæðum íslenskrar löggjafar.
Héraðsdómur lagði í þessu sambandi mat á 3. gr. laga nr. 2/1993 sem hefur það
markmið að hrinda bókun 35 við EES samninginn í framkvæmd. Héraðsdómur
skýrði innihald bókunar 35 á sama hátt og EFTA-dómstóllinn hafði gert í áliti
sínu og sagði að samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 skyldi 14. gr. EES-samn-
ingsins ganga framar viðeigandi ákvæðum íslensku virðisaukaskattslaganna.
Héraðsdónrari notaði sama orðalag og notað er í áliti EFTA-dómstólsins, þ.e. að
EES-reglur „hafi forgang".
Hæstiréttur ítrekaði rökstuðning sinn úr fyrri dómum um áhrif ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins á innlenda dómstóla, þ.e. að þegar um er að ræða
skýringar á EES-samningnum beri innlendum dómstólum að hafa hliðsjón af
ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, að því tilskildu að engar sérstakar ástæður
mæli gegn því. Hvað varðar 1. og 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins segir í dómi
Hæstaréttar að fyrst EFTA-dómstóllinn hafi ákveðið, án sérstakra skýringa þar
að lútandi að taka 1. mgr. ekki til umfjöllunar í áliti sínu, þá muni Hæstaréttur
snúa sér beint að 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins og kanna hvort hún leysi
ágreiningsefni málsins. I því sambandi vísaði Hæstiréttur einnig í álit EFTA-
dómstólsins varðandi almennan tilgang 14. gr. EES-samningsins og taldi, í ljósi
3. gr. laga nr. 2/1993 um framkvæmd bókunar 35 við EES-samninginn, að túlka
bæri 14. gr. EES-samningsins sem sérreglu laga gagnvart íslensku virðisauka-
skattslögunum.38 Að svo búnu staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur en tók jafnframt fram að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort 1.
38 Orðrétt segir um þetta atriði í dómi Hæstaréttar: „Með 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska
efnahagssvæðið var meginmáli EES-samningsins veitt lagagildi hér á landi. Samkvæmt 3. gr.
Iaganna skal skýra lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn
og þær reglur, sem á honum byggja. Af athugasemdum með frumvarpi til laganna um þessa grein
404