Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 113
2.7 Mál E- 02/03 Ákæruvaldið gegn Ásgeiri Loga Ásgeirssyni o.fl42
Ákæruvaldið höfðaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness opinbert mál á hendur
þremur mönnum (málið nr. S-1701/2002). Það snérist um útflutning frá íslandi
til fimm landa Evrópusambandsins á tilteknu magni af sjávarafurðum. Afurðir
þessar hafði fyrirtækið Sæunn Axels ehf. unnið úr hráefni sem fyrirtækið Valeik
ehf. flutti inn frosið og veitt hafði verið við Alaska og Rússland. Var ákærðu í
málinu gefið að sök að hafa sammælst um að gefa rangar yfirlýsingar um að
afurðimar væru af íslenskum uppruna. Afurðimar hafi vegna hinna röngu yfir-
lýsinga notið tollfríðinda við innflutninginn og hafi ákærðu þannig komist hjá
tollgreiðslum.
Héraðsdómur Reykjaness leitaði til EFTA-dómstólsins eftir ráðgefandi áliti
um túlkun á tilteknum álitaefnum varðandi upprunareglur þorskafurðanna þar
sem héraðsdómur mat það svo að skýring upprunareglnanna gæti haft verulega
þýðingu við úrlausn refsimálsins. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins var fengið
með dómi hans kveðnum upp 12. desember 2003. Kjamaspurningin í málinu
var sú hvort líta mætti svo á að tiltekin vinnsla hráefnis leiddi til þess sam-
kvæmt EES-reglum að afurðimar teldust upprunnar á EES-svæðinu og var það
niðurstaða EFTA-dómstólsins að svo væri ekki.
Hvorki verða hér raktar spumingar héraðsdóms til EFTA-dómstólsins né
heldur svör þess dómstóls, en í dómi héraðsdóms frá 24. mars 2004 í málinu
segir svo, eftir að gerð hefur verið grein fyrir því að leitað hafi verið ráðgefandi
álits:
Dómurinn styðst við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Vöm sakbominga snerist
um þessi álitaefni og þótti, með tilvísun til 1. gr. laga nr. 21/1994, rétt að leita eftir
nefndu áliti EFTA-dómstólsins. Við endurupptöku málsins og aðalmeðferð kom
ekkert fram í máli sakflytjenda sem gaf tilefni til þess að þeir væru ósammála hinu
ráðgefandi áliti“. Síðar segir í dómi héraðsdóms: „Með vísan til þess gmndvallar-
skilyrðis 158. gr. almennra hegningarlaga að ásetningur, sbr. 18. gr. laganna standi
til þess að útgáfa nefndra skjala sé til að „blekkja með í lögskiptum“ þykir var-
hugavert að telja sannaðan slíkan ásetning hjá ákærðu þegar litið er til þess lög-
fræðilega vafa sem lá fyrir um það hvort umræddar sjávarafurðir teldust vera af
íslenskum uppruna. Leiddi sá vafi til þess að héraðsdómur óskaði við meðferð
málsins eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um þetta lagaatriði.
2.8 Önnur mál
Eins og bent var á hefur þremur ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins sem
varða Island verið sleppt í þessari samantekt vegna þess að málin voru á
endanum felld niður fyrir íslenskum dómstólum og þau leiddu heldur ekki til
neinna viðbragða af hálfu löggjafans. Um er að ræða eftirfarandi mál:
42 Mál E-2/03 Akœruvaldið gegn Asgeiri Loga Asgeirssyni, Axel Pétri Ásgeirssyni og Helga Má
Reynissyni. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 187.
407