Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 127

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 127
2.2.2 Gildissvið EES-samningsins og sjónarmið um túlkun hans í þeim svörum sem íslensk stjórnvöld sendu til ESA í tilefni af formlegu erindi og rökstuddu áliti stofnunarinnar var því m.a. haldið fram að málið varðaði skattareglur sem féllu utan gildissviðs EES-samningsins. Þessi rök komu ekki fram á ný í málflutningi íslands fyrir EFTA-dómstólnum. í upphafi dómsins er á það bent að EES-samningurinn taki almennt ekki til skattkerfa aðildarríkjanna en aðildarríkin verði þó að beita skattlagningarvaldi sínu í samræmi við EES-rétt. Vísar EFTA-dómstóllinn til fyrri dóma sinna um þetta efni.10 EFTA-dómstóllinn víkur því næst að einsleitnimarkmiði EES-samningsins og tekur fram að það hafi staðfastlega haft áhrif á dómaframkvæmd EFTA- dómstólsins.* 11 Um gildi dómafordæma EB-dómstólsins vísar EFTA-dómstóll- inn til 6. gr. EES-samningsins þar sem fram kemur að EES-samninginn skuli túlka í samræmi við fordæmi EB-dómstólsins, sem kveðnir voru upp fyrir undirritunardag samningsins, og 3. gr. stofnanasamningsins þar sem fram kemur að taka skuli tilhlýðilegt tillit til meginreglna sem fram koma í úrskurð- um EB-dómstólsins eftir undirritunardaginn. Því til viðbótar vísar EFTA-dóm- stóllinn til forúrskurðar EB-dómstólsins í málinu nr. C-452/01 Ospelt,12 Þar kemur m.a. fram að í ljósi markmiðs EES-samningsins um að tryggja frelsi til vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga, þannig að innri markaður Evrópusambandsins nái til EFTA-ríkjanna, verði EB-dóm- stóllinn að tryggja samræmda túlkun í aðildarríkjum sambandsins á reglum EES-samningsins sem eru efnislega samhljóða Rómarsamningnum. Segja má að með þessum inngangsorðum ítreki EFTA-dómstóllinn gildi markmiðstúlk- unar við skýringu á reglum EES-samningsins13 og gefi tóninn sem fylgt er í dóminum við skýringu á 36. gr. hans. 10 Sjá málsgrein 26 í dóminum. Er þar vísað til dóms EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-6/98 Noregur gegn Eftirlitsstofnun EFTA, 1999, REC, 74, málsgrein 34 og í málinu nr. E-l/01 Hörður Einarsson gegn íslandi, 2002, REC, 1, málsgrein 17. Dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins um þetta efni er í samræmi við dómaframkvæmd EB- dómstólsins, sjá t.d. mál nr. C-311/97 Royal Bank ofScotland gegn Elliniko Dimosio, 1999, ECR 1-2651, málsgrein 19 og nr. C-136/00, Danner, 2002, ECR 1-8147, málsgrein 28. 11 Sjá málsgrein 27 í dóminum. Tekur dómstóllinn sem dæmi í þessu sambandi mál nr. E-9/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslandi, 1998, REC, 95, málsgrein 49 og mál nr. E-6/01 CIBA gegn Noregi, 2002, REC, 281, málsgrein 33. 12 Mál nr. C-452/01 Margarethe Ospelt gegn Schlössle Weissenberg Familienstiftung frá 23. september 2003 (enn ekki birtur í ECR), málsgrein 29. 13 Sbr. t.d. þeir dómar sem vísað er til í neðanmálsgrein 11. Um beitingu EFTA-dómstólsins á 6. gr. EES-samningsins og 2. mgr. 3. gr. stofnanasamningsins, sjá m.a.: Davíð Pór Björgvinsson: „Þýðing fordæma dómstóls EB við framkvæmd og beitingu EES-samningsins“. Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum, 20. febrúar 2001, bls. 93-120. 421
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.