Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 130
gengið að svo sé.24 í málinu nr. C-435/00 Geha Naftiliaki EPE25 skýrði EB-
dómstóllinn að nokkru leyti hvernig mætti greina á milli þjónustustarfsemi við
gjaldlagningu hennar. í málinu var EB-dómstóllinn m.a. spurður að því hvort
heimilt væri að miða fjárhæð hafnargjalds, sem lagt var á farþega sem sigldu til
ríkja utan sambandsins, við siglingalengd og landfræðilega legu. I úrlausn dóm-
stólsins kemur fram að vegalengdir eða landfræðileg lega geti ekki sem slík
verið grundvöllur gjaldtöku. Greinarmunur við gjaldtöku á þeim grunni geti
aðeins verið réttlætanlegur ef eðlismunur sé á þeirri þjónustu sem um er að
ræða.26 í málinu nr. C-430/99 Sea Land Services Inc. voru atvik með nokkuð
öðrum hætti en í máli Islands. Laut ein spurningin sem EB-dómstóllinn þurfti
að svara í málinu efnislega að því hvort það færi gegn reglum bandalagsins um
frjálsa flutninga á sjó að taka gjald fyrir stjómun skipaumferðar af skipum sem
stunda sjóflutninga og eru lengri en 41 metri, en ekki af öðrum skipum, s.s.
skipum sem sigla á vatnaleiðum. EB-dómstóllinn hafnaði rökum sem sett voru
fram þess efnis að gjaldtakan fæli í sér mismunun á grundvelli þjóðernis þar
sem ekki væri unnt að bera saman skip sem eru lengri en 41 metri við skip sem
sigla á vatnaleiðum, sérstaklega þar sem þau starfi ekki á sama markaði. Engu
að síður taldi dómstóllinn að gjaldið fæli í sér hindrun á frelsi til sjóflutninga
þar sem gjaldið gerði það að verkum að erfiðara væri að veita þjónustuna. EB-
dómstóllinn bar þjónustuna samkvæmt framansögðu eingöngu saman í tengsl-
um við óbeina mismunun á grundvelli þjóðemis en ekki við mat á því hvort
þjónustufrelsi væri takmarkað með gjaldtökunni. Þá miðaðist gjaldtakan sem
um var deilt í málinu við stærð og tegund skipa en ekki hvort þjónustan færi
milli landa. Bitnaði gjaldið því jafnt á innanlandsþjónustu og millilandaþjón-
ustu. Mat á því hvort hindrun væri til staðar eða ekki grundvallaðist þar af leið-
andi ekki á samanburði líkum þeim sem vísað er til í framangreindum málum.27
24 Sömu sögu er að segja af öðrum dómum EB-dómstólsins þar sem þessari reglu var beitt, sbr. t.d.
mál nr. C-447/99 Framkvœmdastjórnin gegn Italíu, sjá tilvísun í neðanmálsgrein 16 og mál nr. C-
17/00, Frangois De Coster gegn Collége des bourgmestre et échevins de Watermael-Boitsfort,
2001, ECR 1-9445, en þar voru bomar saman sjónvarpssendingar um kapal annars vegar og um
gervihnött hins vegar, og mál nr. C-92/01 Georgios Stylianakis gegn Elliniko Dimosio, 2003, ECR
1-1291. Mál nr. C-163/99 Portúgal gegn framkvœmdastjórninni sem ísland vísaði til í málflutningi
sínum laut að samkeppnisreglum Rs. og verður að skoða rökstuðnings dómsins í því ljósi, sjá
tilvísun í neðanmálsgrein 19.
25 Mál nr. C-435/00 Geha Naftiliaki EPE gegn Limeniko Tameio DOD/SOU og Elliniko Dimosio,
2002, ECR 1-10615.
26 Sjá málsgrein 28 í dóminum.
27 EB-dómstóllinn hefur í fleiri málum metið það svo að ráðstafanir geti falið í sér takmarkanir á
þjónustufrelsi óháð því hvort þær takmarki jafnt þjónustufrelsi innanlands og milli landa, sbr. mál
nr. C-384/93 Alpine Investment BV gegn Minister van Financién, 1995, ECR 1-1141, málsgreinar
35-39. Um þetta atriði má benda á grein P. Oliver og W-H. Roth: „The Intemal Market and the
Four Freedoms". Common Market Law Review 41: 407-441, 2004, einkum bls. 417-421. Þar er
m.a. fjallað um fordæmi EB-dómstólsins er snerta útflutning á þjónustu og vöru. Bent er á að EB-
dómstóllinn nálgist útflutning á vöm á annan hátt en útflutning á þjónustu þar sem EB-dómstóllinn
hafi haldið sig við þá skýringu á 29. gr. Rs. að um mismunun þurfi að vera að ræða við útflutning
á vörum. Engin rök séu fyrir því að gera slíkan greinarmun.
424