Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 132

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 132
... The amount of airport taxes to be paid will directly and automatically influence the price of the joumey. Differences in the taxes to be paid by passengers will automatically be reflected in the transport costs, and thus, in the present instance, access to national or regional flights is favoured over access to intra-Community flights ... EFTA-dómstóllinn notar svipað orðalag í dóminum og tiltekur að flug- vallagjald á Islandi sé rúmlega sjö sinnum hærra vegna millilandaflugs en innanlandsflugs. Telur EFTA-dómstóllinn að slík gjaldtaka feli augljóslega í sér hindrun á þjónustufrelsi. EFTA-dómstóllinn hafnar einnig þeim rökum Islands að flugvallagjaldið hafi ekki áhrif á flugþjónustu á EES þar sem fjárhæð gjaldsins sé lægri eða svipuð fjárhæð sambærilegra gjalda og skatta í öðrum löndum. í þessu sam- bandi tekur dómstóllinn fram að málið lúti eingöngu að þeim greinarmun sem gerður er milli innanlandsþjónustu annars vegar og millilandaþjónustu hins vegar. Að endingu hafnar EFTA-dómstóllinn rökum Islands þess efnis að taka beri tillit til þess að framkvæmdastjómin hafi ekki höfðað mál gegn Bretlandi vegna þess fyrirkomulags sem þar er viðhaft við álagningu flugvallagjalda. f því sambandi má benda á að EB-dómstóllinn hefur staðfastlega hafnað svipuðum röksemdafærslum, sbr. t.d. mál nr. C-38/89 Blanguernon30 og mál nr. C-163/99 Portúgal gegn framkvœmdastjórninni.31 Skýringar EFTA-dómstólsins á 36. gr. EES-samningsins og reglugerð 2408/92 byggjast að verulegu leyti á dómafordæmum EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á mjög svipuð álitamál og lögð hefur verið áhersla á markmið um frelsi til viðskipta og frjálst flæði milli ríkja á hinum innri markaði. Er þetta undirstrikað í orðum EFTA-dómstólsins þar sem segir að samningurinn veiti einstaklingum og atvinnurekendum rétt til markaðsaðgangs. Eins og umfjöll- unin hér að ofan ber með sér slær EFTA-dómstóllinn því föstu með vísan til fordæmis EB-dómstólsins að opinbert gjald sem lagt er á þjónustu milli landa hafi sjálfkrafa áhrif á verð þjónustunnar og hindri því viðskipti milli EES-ríkja. Þcssi nálgun sem hér er notuð er formleg, þ.e. hún kallar ekki á sönnun þess að gjaldið hafi raunverulega haft einhver áhrif á þjónustu milli landa heldur nægir að staðreyna að gjaldið geti haft slík áhrif.32 Eins og bent hefur verið á leiðir slfk formleg nálgun til þess að brotaþröskuldurinn lækkar og fleiri tilvik en ella 30 Mál nr. C-38/89 Ministére public gegn Blanguernon, 1990, ECR 1-83, málsgrein 7. 31 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 19, málsgrein 22. 32 Þessi nálgun er í samræmi við þá reglu sem EB-dómstóllinn mótaði á sviði vöruviðskipla í málinu nr. C-8/74 Procureur du Roi gegn Benoit og Gustave Dassonville, 1974, ECR 837, málsgrein 5. Sjá einnig dóm EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-l/94 Restamark, 1994-1995, REC, 15, málsgrein 47. Þar segir: „... Article 30 EC, applies to all trading rules enacted by Member States which are capable of hindering, directly or indirectly, actually or potentially intra-Community trade. The application of Article 30 EC is therefore not conditional upon proof that the measure in question actually restricts imports; it is sufficient that it potentially has an effect on trade". 426
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.