Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 132
... The amount of airport taxes to be paid will directly and automatically influence
the price of the joumey. Differences in the taxes to be paid by passengers will
automatically be reflected in the transport costs, and thus, in the present instance,
access to national or regional flights is favoured over access to intra-Community
flights ...
EFTA-dómstóllinn notar svipað orðalag í dóminum og tiltekur að flug-
vallagjald á Islandi sé rúmlega sjö sinnum hærra vegna millilandaflugs en
innanlandsflugs. Telur EFTA-dómstóllinn að slík gjaldtaka feli augljóslega í sér
hindrun á þjónustufrelsi.
EFTA-dómstóllinn hafnar einnig þeim rökum Islands að flugvallagjaldið
hafi ekki áhrif á flugþjónustu á EES þar sem fjárhæð gjaldsins sé lægri eða
svipuð fjárhæð sambærilegra gjalda og skatta í öðrum löndum. í þessu sam-
bandi tekur dómstóllinn fram að málið lúti eingöngu að þeim greinarmun sem
gerður er milli innanlandsþjónustu annars vegar og millilandaþjónustu hins
vegar.
Að endingu hafnar EFTA-dómstóllinn rökum Islands þess efnis að taka beri
tillit til þess að framkvæmdastjómin hafi ekki höfðað mál gegn Bretlandi vegna
þess fyrirkomulags sem þar er viðhaft við álagningu flugvallagjalda. f því
sambandi má benda á að EB-dómstóllinn hefur staðfastlega hafnað svipuðum
röksemdafærslum, sbr. t.d. mál nr. C-38/89 Blanguernon30 og mál nr. C-163/99
Portúgal gegn framkvœmdastjórninni.31
Skýringar EFTA-dómstólsins á 36. gr. EES-samningsins og reglugerð
2408/92 byggjast að verulegu leyti á dómafordæmum EB-dómstólsins þar sem
reynt hefur á mjög svipuð álitamál og lögð hefur verið áhersla á markmið um
frelsi til viðskipta og frjálst flæði milli ríkja á hinum innri markaði. Er þetta
undirstrikað í orðum EFTA-dómstólsins þar sem segir að samningurinn veiti
einstaklingum og atvinnurekendum rétt til markaðsaðgangs. Eins og umfjöll-
unin hér að ofan ber með sér slær EFTA-dómstóllinn því föstu með vísan til
fordæmis EB-dómstólsins að opinbert gjald sem lagt er á þjónustu milli landa
hafi sjálfkrafa áhrif á verð þjónustunnar og hindri því viðskipti milli EES-ríkja.
Þcssi nálgun sem hér er notuð er formleg, þ.e. hún kallar ekki á sönnun þess að
gjaldið hafi raunverulega haft einhver áhrif á þjónustu milli landa heldur nægir
að staðreyna að gjaldið geti haft slík áhrif.32 Eins og bent hefur verið á leiðir
slfk formleg nálgun til þess að brotaþröskuldurinn lækkar og fleiri tilvik en ella
30 Mál nr. C-38/89 Ministére public gegn Blanguernon, 1990, ECR 1-83, málsgrein 7.
31 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 19, málsgrein 22.
32 Þessi nálgun er í samræmi við þá reglu sem EB-dómstóllinn mótaði á sviði vöruviðskipla í
málinu nr. C-8/74 Procureur du Roi gegn Benoit og Gustave Dassonville, 1974, ECR 837,
málsgrein 5. Sjá einnig dóm EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-l/94 Restamark, 1994-1995, REC,
15, málsgrein 47. Þar segir: „... Article 30 EC, applies to all trading rules enacted by Member States
which are capable of hindering, directly or indirectly, actually or potentially intra-Community
trade. The application of Article 30 EC is therefore not conditional upon proof that the measure in
question actually restricts imports; it is sufficient that it potentially has an effect on trade".
426