Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 134
dýrari þjónustu. Því næst eru tekin til skoðunar sjónannið um réttlætingu
gjaldsins á grundvelli þeirra almannahagsmuna sem vísað var til í málflutningi
Islands.
Vegna röksemda Islands um að þjónusta við millilandaflug væri bæði meiri
og dýrari var bæði deilt um það hvort fjárhæð gjaldsins endurspeglaði kostn-
aðinn við að veita þjónustuna og hvort gjaldið rynni til að standa undir þeim
kostnaði. Lögðu bæði ESA og Island fram viðamikla útreikninga máli sínu til
stuðnings. EFTA-dómstóllinn byggði hins vegar úrlausn sína á þessu ágrein-
ingsatriði einkum á því að í málflutningi íslands hefði komið fram að tilgangur
hinnar umdeildu löggjafar væri að tryggja tekjur til að byggja flugvelli og við-
halda þeim og nauðsynlegum búnaði til innanlandsflugs og að flugvallagjaldið
væri í raun óbeinn stuðningur við þá sem vildu veita flugþjónustu á hinum litla
og erfiða markaði á Islandi. Þá kemur fram í dóminum að rök þess efnis að
þjónustan, sem gjaldinu sé ætlað að standa undir sé ekki hin sama í innan-
landsflugi og millilandaflugi, geti aðeins réttlætt mismunandi gjald ef raun-
verulegt samband er á milli gjaldsins og þess kostnaðar sem því er ætlað að
standa undir. Dómstóllinn taldi með öðrum orðum að ekki hefði verið gætt
meðalhófs við gjaldtökuna. Beitti EB-dómstóllinn svipaðri röksemdafærslu í
málinu nr. C-92/01 Georgios Stylianakis. Oskað var forúrskurðar á því hvort
farþegaskattur, sem tók mið af lengd flugleiða með þeim hætti að langflestar
flugleiðir sem féllu í hærri skattflokk voru á milli landa, stangaðist á við reglur
bandalagsréttarins um frjálsa flugþjónustu. í málinu kom fram að ekki væri um
þjónustugjald að ræða heldur skatt sem væri einkum ætlaður til að standa undir
byggingarkostnaði og kostnaði við að sjá fyrir nauðsynlegri aðstöðu á flug-
völlum. I svari dómstólsins kemur fram að það brjóti gegn reglum bandalagsins
um frjálsa flugþjónustu að leggja á hærri skatt vegna flugþjónustu sem veitt er
milli aðildarrrkjanna en vegna flugþjónustu sem veitt er innanlands, nema sýnt
sé fram á að skattinum sé ætlað að standa undir nauðsynlegri þjónustu vegna
flugþjónustunnar og að kostnaður við að veita þjónustuna milli aðildarríkjanna
sé hlutfallslega hærri en við innanlandsþjónustuna.40 Þá má benda á mál nr. C-
430/99 Sea Land Service Inc. Þar segir að meðalhófs teljist því aðeins gætt við
gjaldlagningu sjóflutningaskipa að samkvœmni sé á milli gjaldsins og þess
kostnaðar sem hlýst við að þjónusta skipin sem greiða gjaldið. Svo sé ekki ef
fjárhæð þess taki mið af kostnaði við að þjónusta önnur skip en þau sem greiða
gjaldið.41
Að lokum vék EFTA-dómstóllinn að þeirri málsástæðu íslands að réttlæta
mætti gjaldið á grundvelli almannahagsmuna. Hafnaði dómstóllinn því ekki að
þau markmið sem ísland tiltók í málflutningi sínum um að tryggja íbúum á
landsbyggðinni aðgang að læknisþjónustu, menningu og viðskiptastofnunum
og koma í veg fyrir fólksflutninga af landsbyggðinni, gætu talist til almanna-
40 Sjá málsgrein 29 í dóminum sem vísað er til í neðanmálsgrein 24.
41 Sjá málsgrein 43 í dóminum sem vísað er til í neðanmálsgrein 20.
428