Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 134

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 134
dýrari þjónustu. Því næst eru tekin til skoðunar sjónannið um réttlætingu gjaldsins á grundvelli þeirra almannahagsmuna sem vísað var til í málflutningi Islands. Vegna röksemda Islands um að þjónusta við millilandaflug væri bæði meiri og dýrari var bæði deilt um það hvort fjárhæð gjaldsins endurspeglaði kostn- aðinn við að veita þjónustuna og hvort gjaldið rynni til að standa undir þeim kostnaði. Lögðu bæði ESA og Island fram viðamikla útreikninga máli sínu til stuðnings. EFTA-dómstóllinn byggði hins vegar úrlausn sína á þessu ágrein- ingsatriði einkum á því að í málflutningi íslands hefði komið fram að tilgangur hinnar umdeildu löggjafar væri að tryggja tekjur til að byggja flugvelli og við- halda þeim og nauðsynlegum búnaði til innanlandsflugs og að flugvallagjaldið væri í raun óbeinn stuðningur við þá sem vildu veita flugþjónustu á hinum litla og erfiða markaði á Islandi. Þá kemur fram í dóminum að rök þess efnis að þjónustan, sem gjaldinu sé ætlað að standa undir sé ekki hin sama í innan- landsflugi og millilandaflugi, geti aðeins réttlætt mismunandi gjald ef raun- verulegt samband er á milli gjaldsins og þess kostnaðar sem því er ætlað að standa undir. Dómstóllinn taldi með öðrum orðum að ekki hefði verið gætt meðalhófs við gjaldtökuna. Beitti EB-dómstóllinn svipaðri röksemdafærslu í málinu nr. C-92/01 Georgios Stylianakis. Oskað var forúrskurðar á því hvort farþegaskattur, sem tók mið af lengd flugleiða með þeim hætti að langflestar flugleiðir sem féllu í hærri skattflokk voru á milli landa, stangaðist á við reglur bandalagsréttarins um frjálsa flugþjónustu. í málinu kom fram að ekki væri um þjónustugjald að ræða heldur skatt sem væri einkum ætlaður til að standa undir byggingarkostnaði og kostnaði við að sjá fyrir nauðsynlegri aðstöðu á flug- völlum. I svari dómstólsins kemur fram að það brjóti gegn reglum bandalagsins um frjálsa flugþjónustu að leggja á hærri skatt vegna flugþjónustu sem veitt er milli aðildarrrkjanna en vegna flugþjónustu sem veitt er innanlands, nema sýnt sé fram á að skattinum sé ætlað að standa undir nauðsynlegri þjónustu vegna flugþjónustunnar og að kostnaður við að veita þjónustuna milli aðildarríkjanna sé hlutfallslega hærri en við innanlandsþjónustuna.40 Þá má benda á mál nr. C- 430/99 Sea Land Service Inc. Þar segir að meðalhófs teljist því aðeins gætt við gjaldlagningu sjóflutningaskipa að samkvœmni sé á milli gjaldsins og þess kostnaðar sem hlýst við að þjónusta skipin sem greiða gjaldið. Svo sé ekki ef fjárhæð þess taki mið af kostnaði við að þjónusta önnur skip en þau sem greiða gjaldið.41 Að lokum vék EFTA-dómstóllinn að þeirri málsástæðu íslands að réttlæta mætti gjaldið á grundvelli almannahagsmuna. Hafnaði dómstóllinn því ekki að þau markmið sem ísland tiltók í málflutningi sínum um að tryggja íbúum á landsbyggðinni aðgang að læknisþjónustu, menningu og viðskiptastofnunum og koma í veg fyrir fólksflutninga af landsbyggðinni, gætu talist til almanna- 40 Sjá málsgrein 29 í dóminum sem vísað er til í neðanmálsgrein 24. 41 Sjá málsgrein 43 í dóminum sem vísað er til í neðanmálsgrein 20. 428
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.