Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 135
hagsmuna. Á hinn bóginn gætu þau ekki réttlætt hindrun gegn frjálsri flug-
þjónustu nema meðalhófs væri gætt. Taldi dómstóllinn að ekki hefði verið sýnt
fram á það af hálfu íslands að sú aðferð sem valin hefði verið við gjaldlagn-
inguna, þ.e. að leggja á lægra flugvallagjald í innanlandsflugi en millilanda-
flugi, væri nauðsynleg til að ná þessum markmiðum. Til viðbótar taldi dóm-
stóllinn óumdeilt að ekki hefði verið farin sú leið að leggja fyrir fram skil-
greindar opinberar skyldur á flugfélög gegn sérstöku endurgjaldi fyrir þær
skyldur eins og gert er ráð fyrir í reglugerð 2408/92.1 þessu sambandi má nefna
dóm EB-dómstólsins í málinu nr. C-70/99 Framkvœmdastjórnin gegn Portú-
gal.42 Hélt Portúgal því fram að réttlætanlegt væri að leggja lægra öryggisgjald
á innanlandsflug en millilandaflug til að hlúa að þróun byggða á landsbyggð-
inni og styðja þær byggðir sem eru háðar flugsamgöngum. 1 dóminum vék EB-
dómstóllinn fyrst að reglugerð 2408/92 og tiltók m.a. að sú aðferð að leggja á
lægri skatt vegna innanlandsflugs en millilandaflugs með þeim hætti sem
Portúgal gerði væri ekki í samræmi við þær ráðstafanir sem gert væri ráð fyrir
í reglugerðinni til að ná markmiðum um vernd byggða. Að því búnu bætti
dómstóllinn við þeirri röksemd að Portúgal hefði ekki sýnt fram á að fyrir hendi
væru neinir þeir almannahagsmunir sem réttlættu að lagt væri á tvöfalt hærra
öryggisgjald vegna flugs milli aðildarríkja en vegna innanlandsflugs.
Af dómi EFTA-dómstólsins má ráða að réttlæta má hindrun á þjónustu-
frelsinu á grundvelli kostnaðarsjónarmiða og sjónarmiða sem lúta að öryggi og
þróun byggða. Að baki slíkum sjónarmiðum geta líkt og í máli þessu legið sér-
stakar aðstæður, s.s. landfræðilegar, veðurfræðilegar eða félagslegar. Má nefna
að reynt hefur á svipuð sjónarmið í þessu samhengi fyrir EFTA-dómstólnum
áður, t.d. mál nr. E-5/98 Fagtún43 og mál nr. E-4/00 Dr. Johann Brandle,44
Höfnun EFTA-dómstólsins á röksemdum íslands fyrir því að flugvallagjaldið
mætti réttlæta byggðist einkum á því að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Hvað
kostnaðarsjónarmið varðar má ráða af dómi EFTA-dómstólsins og þeim dóm-
um EB-dómstólsins sem vísað hefur verið til, að meðalhófs telst því aðeins gætt
að sú þjónusta sem gjaldið á að standa undir sé nauðsynleg vegna viðkomandi
starfsemi og að raunverulegt samband sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess
kostnaðar sem það á að standa undir. í síðamefnda skilyrðinu felst hvoru-
tveggja, að inn í gjaldið má ekki reikna kostnað vegna þjónustu sem þeir sem
greiða gjaldið fá ekki notið, og að eingöngu má innheimta hærra gjald vegna
þjónustu milli EES-ríkja en innanlandsþjónustu ef munurinn á fjárhæð gjaldsins
er í réttu hlutfalli við þann mun sem er á kostnaðinum við þá þjónustu sem
gjaldið á að standa undir. Vegna sjónarmiða um almannahagsmuni má bæta því
við að, eins og rökstuðningur EFTA-dómstólsins og EB-dómstólsins í málinu
42 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 18, málsgreinar 33-37.
43 Mál nr. E-5/98 Fagtún gegn byggingarnefnd Borgarholtsskóla o.fl., 1999, REC, 51, málsgrein
33.
44 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 39, málsgrein 39.
429