Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 138
2. Ef upprunareglur bókunar 4 við EES-samninginn verða þrátt fyrir ákvæði 7. gr.
bókunar 9, taldar eiga við um atvik málsins, telst þíðun, hausun, flökun, beinhreins-
un, snyrting, söltun og pökkun fisks sem fluttur hefur verið heilfrystur til íslands frá
löndum utan EES-svæðisins nægileg aðvinnsla í skilningi þeirra reglna til þess að
varan teljist af íslenskum uppruna?
3. An tillits til þess hvort dómstóllinn taki afstöðu til skýringar á bókun 3 við samn-
inginn frá 1972 er óskað skýringa á upprunareglum bókunar 4 við EES-samninginn
um það hvort þíðun, hausun, flökun, beinhreinsun, snyrting, söltun og pökkun fisks
sem fluttur hefur verið heilfrystur til íslands frá löndum utan EES-svæðisins teljist
nægileg aðvinnsla til þess að varan teljist af íslenskum uppruna?
4. Ef 7. gr. bókunar 9 við EES-samninginn verður talin taka til upprunareglna í
samningi milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins íslands sem vísað er til
í spumingu 1 og þær upprunareglur verða álitnar ganga framar upprunareglum
bókunar 4 við EES-samninginn og EFTA-dómstóllinn verður talinn bær um að láta
í té álit um skýringu upprunareglna þessa samnings, telst þá vinnsla af því tagi sem
lýst er í spurningu 2 nægileg aðvinnsla í skilningi þeirrar bókunar til þess að varan
verði talin af íslenskum uppruna?
5. Með sama fyrirvara um bæmi EFTA-dómstólsins til þess að skýra samninginn
milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem undirritaður var 22.
júií 1972, til hvaða aðildarlanda í Evrópusambandinu tekur bókun 6 við þann
samning?
3.2 Dómur EFTA-dómstóIsins
3.2.1 Inngangur
Umfjölluninni um dóminn sem hér fer á eftir má skipta í fjóra hluta. ífyrsta
lagi er vikið að úrlausn dómstólsins um þær athugasemdir sem fram komu í
innsendum greinargerðum um hvort málið væri tækt til efnismeðferðar hjá
dómstólnum. Annars vegar lutu þær að því hvort nauðsynlegt væri að leita eftir
þeim svörum sem Héraðsdómur Reykjaness óskaði. Hins vegar var því haldið
fram að málsmeðferðin bryti gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir
MSE) þar sem hún tefði málareksturinn í aðalmálinu. í öðru lagi er vikið að
athugasemdum sem settar voru fram í innsendum greinargerðum og munnleg-
um málflutningi aðila um lögsögu dómstólsins á sviði bókunar 9 EES. Athuga-
semdimar og úrlausn dómstólsins um efni þeirra eru athyglisverðar m.a. fyrir
þær sakir að bókun 9 EES varðar viðskipti með sjávarafurðir og snertir því við-
fangsefni sem varða mikilvæga hagsmuni Islands. Einnig er rétt að hafa í huga
þegar athugasemdirnar eru skoðaðar að bókunin er niðurstaða erfiðra samn-
ingsviðræðna þar sem sætta þurfti ólík sjónarmið Islands, Noregs og Evrópu-
bandalagsins.47 Þá ber loks að nefna að í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon var
47 Um aðdraganda bókunarinnar sjá athugasemdir við frumvarp til laga um Evrópska efnahags-
svæðið. Alþt. 1992. A. (116. löggjafarþing), bls. 83-84.
432