Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 138

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 138
2. Ef upprunareglur bókunar 4 við EES-samninginn verða þrátt fyrir ákvæði 7. gr. bókunar 9, taldar eiga við um atvik málsins, telst þíðun, hausun, flökun, beinhreins- un, snyrting, söltun og pökkun fisks sem fluttur hefur verið heilfrystur til íslands frá löndum utan EES-svæðisins nægileg aðvinnsla í skilningi þeirra reglna til þess að varan teljist af íslenskum uppruna? 3. An tillits til þess hvort dómstóllinn taki afstöðu til skýringar á bókun 3 við samn- inginn frá 1972 er óskað skýringa á upprunareglum bókunar 4 við EES-samninginn um það hvort þíðun, hausun, flökun, beinhreinsun, snyrting, söltun og pökkun fisks sem fluttur hefur verið heilfrystur til íslands frá löndum utan EES-svæðisins teljist nægileg aðvinnsla til þess að varan teljist af íslenskum uppruna? 4. Ef 7. gr. bókunar 9 við EES-samninginn verður talin taka til upprunareglna í samningi milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins íslands sem vísað er til í spumingu 1 og þær upprunareglur verða álitnar ganga framar upprunareglum bókunar 4 við EES-samninginn og EFTA-dómstóllinn verður talinn bær um að láta í té álit um skýringu upprunareglna þessa samnings, telst þá vinnsla af því tagi sem lýst er í spurningu 2 nægileg aðvinnsla í skilningi þeirrar bókunar til þess að varan verði talin af íslenskum uppruna? 5. Með sama fyrirvara um bæmi EFTA-dómstólsins til þess að skýra samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem undirritaður var 22. júií 1972, til hvaða aðildarlanda í Evrópusambandinu tekur bókun 6 við þann samning? 3.2 Dómur EFTA-dómstóIsins 3.2.1 Inngangur Umfjölluninni um dóminn sem hér fer á eftir má skipta í fjóra hluta. ífyrsta lagi er vikið að úrlausn dómstólsins um þær athugasemdir sem fram komu í innsendum greinargerðum um hvort málið væri tækt til efnismeðferðar hjá dómstólnum. Annars vegar lutu þær að því hvort nauðsynlegt væri að leita eftir þeim svörum sem Héraðsdómur Reykjaness óskaði. Hins vegar var því haldið fram að málsmeðferðin bryti gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir MSE) þar sem hún tefði málareksturinn í aðalmálinu. í öðru lagi er vikið að athugasemdum sem settar voru fram í innsendum greinargerðum og munnleg- um málflutningi aðila um lögsögu dómstólsins á sviði bókunar 9 EES. Athuga- semdimar og úrlausn dómstólsins um efni þeirra eru athyglisverðar m.a. fyrir þær sakir að bókun 9 EES varðar viðskipti með sjávarafurðir og snertir því við- fangsefni sem varða mikilvæga hagsmuni Islands. Einnig er rétt að hafa í huga þegar athugasemdirnar eru skoðaðar að bókunin er niðurstaða erfiðra samn- ingsviðræðna þar sem sætta þurfti ólík sjónarmið Islands, Noregs og Evrópu- bandalagsins.47 Þá ber loks að nefna að í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon var 47 Um aðdraganda bókunarinnar sjá athugasemdir við frumvarp til laga um Evrópska efnahags- svæðið. Alþt. 1992. A. (116. löggjafarþing), bls. 83-84. 432
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.