Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 142

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 142
í 3. viðbæti er vísað til fríverslunarsamningsins með þessum hætti: Ákvæði 1. gr. bókunar nr. 6 við samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem undirritaður var 22. júlí 1972. Eins og áður segir settu ESA, framkvæmdastjórnin og íslenska ríkið fram athugasemdir um heimildir EFTA-dómstólsins til að túlka bókun 9 EES. Athugasemdir íslenska ríkisins komu fyrst fram í munnlegum málflutningi. Islenska ríkið skýrði ákvæði EES-samningsins og bókunar 9 svo að bókun- in væri í heild sinni tekin undan valdsviði EFTA-dómstólsins. Byggði íslenska ríkið afstöðu sína einkum á því að bókun 9 EES fæli í sér sérreglur innan EES- réttarins. Var viss samhljómur á milli málflutnings Islands í þessu máli og mál- flutnings Noregs í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon. Þar kom m.a. fram að bókun 9 EES fæli í sér sérreglur um fisk og sjávarafurðir, sbr. 3. mgr. 8. gr. og 20. gr. EES-samningsins, og önnur ákvæði samningsins ættu því ekki við um fisk og sjávarafurðir nema það væri sérstaklega tekið fram. Skyldur samn- ingsaðila á sviði ríkisstyrkja væru líkar þeim skyldum sem gert hefði verið ráð fyrir í þeim tvíhliða fríverslunarsamningum sem EFTA-ríkin hefðu gert við Efnahagsbandalag Evrópu. Þá ættu markmið EES-samningsins um einsleitni og sömu samkeppnisskilyrði ekki við þar sem reglur bókunar 9 EES væru ekki efnislega hinar sömu og í bandalagsrétti. ESA dró á hinn bóginn þá ályktun af a-lið 2. gr. EES-samningsins og 1. og 34. gr. stofnanasamningsins að EFTA-dómstóllinn væri bær til þess að úrskurða um bókanir samningsins nema kveðið væri á um annað í ákvæðum viðkomandi bókana. Það leiddi af 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins að vörumar sem bókun 9 EES tæki til félli ekki undir almenn ákvæði hans. Þess í stað hefði sérstöku fyrirkomulagi verið komið á með bókun 9 EES, s.s. um tollamál og ríkisstyrkja- og samkeppnismál. Deilum varðandi þessar skuldbindingar mætti skv. 6. gr. bókunar 9 vísa til sameiginlegu EES-nefndarinnar og eftir atvikum beita 114. gr. EES-samningsins. Þegar deilur um ákvæði bókunar 9 EES féllu undir sér- ákvæði af þessu tagi varðandi lausn deilumála kæmi það í hlut samningsaðila sjálfra að leysa deiluna. Vísaði ESA til málflutnings síns í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon þar sem ESA hélt því fram að stofnunin væri ekki valdbær til að beita ríkisstyrkjareglum bókunar 9 EES.53 Varðandi heimildir EFTA-dóm- stólsins til að túlka bókun 9 EES í því máli sem hér er til umfjöllunar tók ESA þó fram að öll ákvæði bókunar 9 EES féllu ekki utan hins almenna fyrirkomu- 53 í niálflutningi sínum í málinu nr. E-2/94 Scottish Salrnon benti ESA m.a. á að bókun 9 hefði að geyma sérreglur um ríkisstyrki. Samkvæmt 5. gr. stofnanasamningsins þyrfti að líta til 24. gr. hans þegar valdsvið ESA til að fjalla um ríkisstyrki væri afmarkað. I 24. gr. stofnanasamningsins væri að finna sérreglur um valdheimildir stofnunarinnar á sviði ríkisstyrkja en þar væri ekki vísað til bókunar 9 EES. Þá mætti ráða það af orðalagi bókunar 9 EES, sérstaklega 6. gr. hennar og sam- eiginlegu yfirlýsingarinnar um túlkun 4. gr. bókunar 9 EES, að ESA hefði ekki lögsögu til að fjalla um ríkisstyrki í sjávarútvegi. 436
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.