Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 53
BÚNAÐARRIT
47
ert borið á veikinni síðustu ársfjórðungana. Sérstaklega
gildir þetta um Klett, þar sem féð hefir verið frískt á
annað ár eftir að veikin hafði staðið samfleytt í tvö ár.
Mæðiveiki og fjárkynið.
I.
Síðastliðið ár var því haldið fram af ýmsum, að sum
fjárkynin stæðust betur mæðiveiki en önnur. Ég hafði
i'yrst tækifæri til þess að taka þetta til nokkurrar at-
hugunar síðastliðið sumar, ásamt Dr. Taylor, er við
ferðuðumst um sjúku svæðin, aðallega í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Sérstaldega tókst okkur að fá staðfestingu
á því, að hið svonefnda Gottorpskyn væri stundum
afar viðkvæmt fyrir veikinni. (Sbr. skýrslu Dr. Taylor
til stjórnarinnar). Á hinn bóginn fundum við einstalta
liæi með fé frá Gottorp, þar sem fjárdauðinn var ekki
meiri en í meðallagi. Athuganir þessar voru eingöngu
kyggðar á upplýsingum frá bændum, sem ekki höfðu
ættbækur yfir féð. Auk þess var veikin þá ekki nægi-
lega langt komin, til þess að hægt væri með neinum
verulegum líkum að dæma um gang hennar í heild.
Sigurður Snorrason, bóndi á Gilsbakka í Hvítársíðu,
heldur nákvæma ættbók fyrir fé sitt. Hann var manna
fyrstur til þess að benda á þá staðreynd, hve mismun-
andi mótstaða væri hjá fénu eftir kyni þess.
Tafla I (bls. 48) er tekin upp úr bókum Sigurðar.
Af henni sést, að af afkomendum eins hrútsins af
Gottorpskyni (Erps) lifa aðeins 2,4%, en af afkomend-
um Aðils, sem er frá Aðalbóli í Miðfirði lifa 90%.
Sömuleiðis bendir taflan á, að hrútar af „Gottorpskyni"
reynast mismunandi. Vekur það grun um, að ekki sé
hér um hreint kyn að ræða. Þetta gæti og staðið heima
við reynslu okkar Dr. Taylor frá í sumar. Sigurður
heldur áfram með þessar athuganir sínar. Hann hefir
nú síðastliðið haust sett á lömb með tilliti til þessa.
Til dæmis setti hann á öll gimbralömb af kyni Aðils.
L