Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 117
B Ú N A Ð A R R I T
111
geri? Ég eyði engu. Ég vinn eins og þræll frá morgni
til kvölds, dag eftir dag, og ár eftir ár.
— Ég veit það, Stefán, — en við erum svo svöng.
— Ég veit það líka, en ég fæ aðeins 12 skildinga
(25 aura) á dag, enginn vill borga meira. Rúgtunnan
kostar 8 rikisdali. Ég hef 6 munna að fæða. Hvernig
sem dæmið er sett upp, verður útkoman aðeins ein,
og alltaf sú sama — sultur.
— Getum við ekki fengið eina tunnu af korni að
láni ?
— Nei, enginn vill lána þeim sem ekkert hei'ir, því
þeir sem ekki þurfa peningagreiðslu út í hönd, bíða
eftir hærra verði. Auk þess hefir Mads á Sæbóli út-
breytt þá kenningu, að aðeins heimskingjar láni fátækl-
ingum, eða borgi þeim vinnu fyrirfram, við það lendi
þeir í skuldum og fátæktin aukist ennþá meir.
-— Guð hjálpi okkur! Megum við þá ekki lifa?
Nei, það er víst ekki tilætlunin. Það gerir ekkert
þó fátæklingarnir tíni tölunni.
Nú varð þögn um stund, en brátt var hún rofin af
lífi því, er hrærðist innan veggja litlu stofunnar.
Móðirin huggaði harnið sem grét við þurt hrjóst
hennar, hin hörnin fjögur vöknuðu, og háðu um brauð.
Stel'án flýði frá fátæktinni, frá hungruðum börnum og
þurrhrjósta móður. Hann lokaði dyrunum hrana-
lega.
En konan mælti ineð beiskju í röddinni:
— Nú fer hann. Faðirinn getur farið að heiman, og
verið að heiman allan daginn og gleyint börnum sín-
um. Móðirin má vera hjá þeim, hlusta á hænir þeirra
um brauð, hænir, sem nísta hjarta hennar og skera
það eins og beittir hnífar.
Fyrir dyrum úti stóð Stefán, leit til veðurs og renndi
augunum hugsandi yfir umhverfið. Var það yndislegur
sumarmorguninn sem hann hugsaði um? Hafði hann
gleymt sér við þá töfrasýn er hann leit hljóðan skóg-