Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 143
BÚNAÐARRIT
135
sem einnig gerðust sjálfstæðir bændur, og tóku þarna
við búi.
Af þeim 50 sem byrjuðu fyrir 25 árum síðan, voru 19
eftir á 25 ára afmæli býlanna árið 1937. Hinir eru ann-
uðhvort látnir eða hafa selt jarðir sínar. Fullyrt er að
þeir sem selt liafa, hafi farið frá býlum sínum með
10—15 þúsund krónur hver, sem skuldlausa eign auk
húsbúnaðar. Hvert býli er 10—12 ha. að stærð, en
nokkur hluli af landi hinna stærri býla er engi, og
ræktað land er hjá flestum kringum 10 ha. Landið
ásamt fullgerðum byggingum kostaði um 14 þúsund
kr., og var það mun ódýrara en gerðist á þeim tíma,
um býli af sömu stærð. Kaupin voru gerð á hentug-
um tíma, og því lcttara að koma ár sinni vel fyrir borð.
Til þess að gefa glögga hugmynd um, hverjar nytj-
ar landið gaf áður, og hve mikið, eftir að nýbýlin voru
reist, er bezt að láta tölurnar tala.
Á Store Restrups landareign var fyrir skiptin eftir skiptin
Framfleytt fjölda manna 75 400
Mjólkandi kýr 150 300
Kálfar og ungviði .... 157 330
Hestar 30 110
■Svin 150 500
Hæns 40 3000
Mjólk framleidd árlega 260 þús. kg. 735 þús. kg.
Skattur greiddur árlega kr. 87 þús. kr.
Innifalið í fólksfjölda þeim er tölurnar sýna, er allt
það fólk sem stundar bæði landbúnað og aðra atvinnu.
Ýmsir hafa haldið því fram og fundið smábýlunum til
foráttu, að tekjur ríkissjóðs færu þverrandi þegar stór-
jörðunum er skipt og stóru skattgreiðendurnir þannig
hverfa úr sögunni. Með dæmi þessu og öðrum slíkum,
er auðsætt, að framburður sá er rakalaus, eins og svo
margt annað sem úr vissum áttum hefir verið fundið
smábýlunum til áfellis. Þó hinn upprunalegi skattur sé
margfaldaður með þremur, til þess að rétta þá verð-
gildisbreyting peninganna sem orðin er á þessum 25