Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 97
B Ú N A Ð A R R I T
91
3. Nr. 169, Blakkur frá Hofsstöðum, f. 1933. Garði
1938: Brúnn, 138—157—17,5—24,0. — For. Léttir,
nr. 137 og Mósa, Hofsstöðum. Eig. Hrossaræktar-
fclag Viðvíkurhrepps. — I. verðl. 1938.
Blakkur er fínbyggður hestur og fagur, og mjög
gæðalegur sem reiðhestur.
4. Nr. 170, Glaður, Nautabúi, l'. 1934. Garði 1938:
Brúnn, 143—160—18,0—24,0. - For. Sörli, Nauta-
búi, nr. 114, undan Sörla, Svaðastöðum nr. 71 og
Brana, Nautabúi. — Eig. Sigurjón Benjamínsson,
Nautabúi. — I. verðl. 1938.
Glaður er prýðilegur hestur og injög' myndarlegur.
Sörli, faðir hans, þótti mér sístur af þeim sonum Sörla
á Svaðastöðum sem fengu I. verðlaun, en hann hefir
ekki staðið þeim að baki sem kynbótahestur. Á Sigur-
jón á Nautabúi nú prýðilegan stofn út af honum, sem
virðist að muni þola skyldleikarækt eins og hrossin á
Svaðastöðum.
Þessir hestar eru þá allir ættaðir frá Svaðastöðum,
afkomendur Sörla, nr. 71. Hann var fæddur 1916, og
notaður til undaneldis á Svaðastöðum þar til hann var
seldur Hrossaræktarfélagi Fljótsdalshéraðs snemma á
vori 1924, en það notaði hann til kynbóta til þess er
hann var felldur 1936. Reyndist hann góður kynbóta-
hestur. Sörli var í báðar ættir frá Svaðastöðum, en þar
hafa hrossin verið hreinræktuð um marga áratugi, og
þolað vel skyldleikann. Hal'a og hestar þaðan reynst
áhrifaríkir þegar þeir blandast óskyldum ættum. —
Svaðastaðahrossin auðkenna sig, sem ætt, að þéttri,
finni byggingu, miklum vilja eða fjöri, fjöbreyttum
gangi og þjálli lund. Eru þau því flest kergjulaus og
ljúf i tamningu þó að þau séu nokkuð stygg i upp-
hafi. Held ég þau beztu hrossaætt í Skagafirði, um þess-
ar mundir.