Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 84
78
BÚNAÐARRIT
ur fyrir því, og keypti þá Hrossaræktarfélag Hruna-
mannahrepps hann. Eftir þetta urðu unnendur Blakks-
svo óánægðir, að óttast var um að félagið myndi rofna,
og varð þá að ráði, til að geðjast báðum aðilum nokk-
uð, að fá hestaskipti eitt eða tvö ár. Nú er það svo um
þessa tvo prýðilegu hesta, eins og Njörð og Skaða, að
þeir „búa nú næturnar níu við sjó og níu við jöklana
hvíta“.
Þessi hópur hlaut II. verðlaun.
III. Hrossaræktarfélag Skeiðahrepps.
Nr. 162. Kári frá Hemlu, f. 1932, móálóttur, 144—156
—17,5—24,0. For.: Mósi og Mósa, Hemlu. I. verðl. 1937.
Nr. 538. Blika, Fjalli, f. 1927, rauð, 140—158—17,0—
23,0. For.: Nasi, nr. 88, og Blika eldri, Fjalli. I. verðL
1937.
Nr. 539. Gola, Húsatóftum, f. 1926, grá, 133—158—
18,0—24,0. For.: Nasi nr. 88 og Grána.í Húsatóftum. I.
verðl. 1933 og 1937.
Nr. 897. Kella, Húsatóftum, f. 1928, rauð, 139—160
—18,0—24,0. For.: Þór frá Fjalli nr. 132 undan Nasa
nr. 88 og Menja, Húsatóftum. I. verðl. 1933 og 1937.
Nr. 933. Gígja, Fjalli, f. 1933, rauð, 140—166—18,0—
24,0. For.: Þór nr. 132 og Sif, Fjalli. I. verðl. 1937.
Kára sá ég í fyrravor á sýningu í Djúpadal. Hann
var þá 5 v. og heldur lítið þroskaður eftir aldri, fríður,.
reistur, réttur, grannur, en svaraði sér að öðru prýði-
lega, léttur í hreyfingum og svo fjörlegur og þó hýr,.
að það var sem lífsgleðin sindraði af honum.. Fín
bygging — t. d. ágætt hár —, og jafnvægi gekk mér
svo í augu, að mér þótli sem allar líkur segðu, að hann
væri af góðu bergi brotinn og gæti reynzt vel til kyn-
bóta, þó að ég þekkti ekki framætt hans. Það varð svo
úr, að áliðnu sumri, að Hrossaræktarfél. Skeiðahrepps