Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 208
200
BÚNAÐARRIT
arlega ör og að gæðin séu framúrskarandi. Að líkind-
uin er það hið hreina og gegnsæja loft og sérkenni-
legar verkanir sólargeislanna sem valda þessu.
Búpeningsræktin byggist á nægu fóðri. Með aukinni
fóðurjurtarækt vaxa möguleikarnir til að hafa fleira
búfé á Grænlandi. Auk þess má afla nokkurra fóður-
birgða með því að safna laufi og greinum af víði og.
birki, svo og lyngi, kræðu, og þara til fóðurs. Ef menn
liefðu svo þar að auki nægilegt kjarnfóður, þá mætti
fjölga búpeningnum að mildum mun, því hagarnir eru
mjög víðlendir. Á Grænlandi mundi sauðfjárræktin
verða aðalatriðið, en einnig mætti hafa nokkuð af naut-
gripum, hestum geitum, svínum og alifuglum. Refa-
ræktin þar myndi geta tekið stórkostlegum framförum..
Nýbýli. Bæir Grænlendinga og þorp eru nú viðast
hvar úti á ströndunum eða á eyjum. Þar er hægast til
veiða. Hinar fornu byggðir láu inni í fjörðunum. Þar
er nú verið að byrja að reisa nýbýli. Gömlu býlin hafa
verið hjarta Grænlands frá búnaðarlegu sjónarmiði.
Bæjarstæðin nær allsstaðar valin á hinum gróðursæl-
ustu stöðum. Þessa bæi mætti alla endurreisa og fjölga
að minnsta kosti um helming. Víða er hægt að reisa
nýbýli. í kringum þorpin gæti einnig víða verið að
tala um ræktun, t. d. við Júlíanavon, Friðriksvon, Góð-
von, Holsteinsborg og víðar. Á þessum stöðum er liægt
að hafa garðyrkju og nokkurn búpening. Sem sakir
standa hefir stjórn Grænlands yfirstjórn allra búnaðar-
mála og það er hægt að segja henni það til hróss, að
hún hefir látið sér mjög annt um allar búnaðarumbæt-
ur, einkum hina síðustu áratugi. Grænlendingar hafa,
einnig lært að meta þessa viðleitni og eru farnir sjálfir
að taka þátt í starfinu og þegar þeim fjölgar, sem bún-
að stunda, mun happasælast að Grænlendingar taki
einnig þátt í umbótastarfinu. Vér hugsum oss að hag-
fellt mundi vera, að í þeim sveitum, sem allmargir
stunda búnað, þar yrði myndað búnaðarfélag, sent