Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 138
B U N A Ð A R R I T
130
velli en nýbýlalögin frá 1899 byggðu á. Helztu ákvæði
laganna voru þessi:
Nýyrkinn skyldi ekki kaupa jörðina, heldur skyldi
hún vera opinber eign og hann svara árlegri landskuldl
af henni, 4%% eftir matsverði, og landið skyldi meti&
til verðs fimmta hvert ár. Ríkinu bar að veita lán til
bygginga, sem næmi °Ao af byggingarkostnaði, þó eklci
meira en að ákveðnu hámarki, sem landbúnaðarráð-
herra og nefnd sem þingið skipaði, ákvæði á hverjum
tíma. Af láni þessu skyldu greiðast vextir, þó aðeins.
af 6000 kr. og ekki af því sem framyfir var, afborgun.
engin fyrstu 3 árin, en síðan 1% af þeim hluta lánsins
sein ekki greiddust vextir af, en er sú upphæð væri full-
greidd, þá fyrst byrjaði afborgun af þeim hluta sem
greiddir voru vextir af frá byrjun.
Skilyrði þau, sem nýyrkjunum voru sköpuð með lög-
um þessum, voru allt önnur en þau er verið höfðu,
samkvæmt hinuin eldri nýbýlalögum, og þess vegna
var óhjákvæmilegt annað, en samrýma hvorutveggju,
þannig, að ekki yrði annar hópur nýyrkjanna vanrækt-
ur eða misrétti beittur, á kostnað hins. Til þess að
skapa svo mikið jafnrétti sem unnt var, voru
gömlu nýbýlalögin endurskoðuð og breytt árið.
1921.
Meðal breytinga þeirra sem gerðar voru, var, að há-
marksupphæð eins býlis var sett 22000 kr., en einstakl-
ingurinn gat fengið sem svaraði Ao hlutum, eða rúmar
19000 kr. að láni, en rentur og afborgun skyldi aðeins.
greiðast af % hlutum upphæðarinnar.
Voru kjör frumbýlinganna nú mjög aðgengileg, enda
voru byggð langsamlega miklu fleiri nýbýli þessi árin,
en nokkru sinni fyrr eða síðar, eins og línuritið sýnir.
(Sjá síðu 132.)
Árið 1924 var loks gerð breyting á lögunum, og í það
skifti samræmd svo sem verða mátti, kjör þau er ný-
yrkjarnir skyldu búa við i framtíðinni þannig að þeir