Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 162
154
BÚNAÐARRIT
stendur yfir; steypan þarf að vera vel þétt og holulaus,
svo ekki tapist lögur úr þrónni gegnum vegginn, það
er sama og að tapa gulli gegnum greypar sér.“
Greinin er miklu lengri, en rúm vinnst ekki hér til
að rekja öll þau hollræði, sem í henni standa, ráð, sem
því nær undantekningarlaust eru jafngóð ráðum bygg-
ingarfræðinganna, en þau eru ef til vill varla inetin að
sama skapi, af þvi að þau ekki eru gefin al' sérfræðingi.
Til að sýna eitt dæmi þess, hvernig smábóndinn
ber kjör sín saman við kjör bróður síns eða systur,
sem máttu flýja sveitina og setjast að í þröng bæjanna,
má taka dæmi sem stendur í vikublaðinu „Husmanden“
sumarið 1937:
„Hringiða bæjanna og götuljósin, á myrkum vetrar-
kvöldum, bafa ótakmarkað aðdráttaral'l á hugsanir og
framliðardrauma margra þeirra, er í sveitunum búa,
rétt á sama hátt og sveitasælan, vor og sumarblíða, og
náttúra landsnis, með blómum og laufguðum skógum,
hefir á þá, er í bæjunum búa. Dýpst í eðli okkar allra
blunda draumar, sem ekki hafa ennþá rætst, en þar
hyggur sveitabarnið draum sinn rætast, er það sér
götuljósin brenna, og l'ólksþröngina, sem um götuna
gengur. beir, sem flutt hafa úr sveitinni og nú eiga
heimili á mölinni, geta bezl allra vottað, livar eftir-
sóknarverðast er að búa, þegar á allt er litið.
Flestir þeirra líta nú til baka með söknuði; land
minninganna er þeim opið, en sæla sveitarlífsins er
þeim horfin. Þeir uxu upp í sveitinni, þar sein nátt-
úran gerði þá að frjálsum mönnum og gaf þeiin þrótt
og þrá í brjóst, þar sem samvinna og eining þróuðust
í skjóli alþýðuskólanna og samvinnuhreyfingarinnar.
Sveitin, og þau öfl, sem studdu að því, að gera þá sem
vaxandi unglinga, að sjálfstæðum mönnum, hún er
horfin, aðeins minningin og afturhvarfsþráin er eftir.“
Þegar blöðunum sleppir liggur næst að athuga þann
bókakost, sem bóndinn færir sér í nvt. Samkvæmt