Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 236
228
BÚNAÐARRIT
III.
Á öllum liðnum öldum hafa komið ísa og harðinda-
ár, stundum hvert eftir annað. Og ávallt, er slíkt hefir
að höndum borið, hefir þjóðin verið varbúin. Hún
hefir verið, svo undarlega gleymin á slík ógurleg á-
föll, eins og lifað í voninni jafnan um, að slílc ósköp
kæmi ekki oftar fyrir. Þó höfðu hinir hörðu vetrar
og vor valdið þjóðinni hræðilegum þjáningum,
skepnufelli, hungri og manndauða, því þegar fénað-
urinn var fallinn úr hor og hungri, af hverju átti þá
fólkið að lifa?
Hugsum oss aðeins, hver munur hefði verið á lífi,
líðan og efnahag landsmanna, ef til hefði jafnan
verið fóður handa öllum húpeningi i landinu, einnig
þá, er ísinn svarf fastast að, ef landsins lýður hefði
látið sér fyrirhyggjuleysi Hrafna Flóka að varnaði
vera.
IV.
Til eru hræðilegar tölur frá liðnum öldum, sem að
visu sízt eru nákvæmar, um fénaðarfelli og fénaðar-
fækkun vegna fóðurskorts, um manndauða og mann-
fækkun af völdum hungurs og harðréttis.
Hér skulu nel'nd örfá dæmi af miklum fjölda. Og er
heimildin bólc Þorvaldar Thoroddsen: „Árferði i þús-
und ár“.
Um Hvítavelur 1033 segir, að frá Borgaríirði austur
að Rangá féllu 1200 kúa (gizkað á % hluti kúa í öllu
landinu). Var og einnig sagt lirun af hestum, nautum
og sauðfé vestur um sveitir.
Árið 1754 kom harður vetur, er margir kölluðu
„Hreggvið". Þá er mælt að fallið hafi á Norðurlandi
4500 hross, og yfir 50 þúsundir fjár; hestar átu hræ
þeirra hrossa, er dauð voru, tré og torf, og hvar sem
þeir náðu í, en féð át ullina hvað af öðru“. Á Hólastað