Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 123
BÚNAÐARRIT
117
flesk og smjör. Leiðin að þessu marki lá opin, og nú
fengu bæði stærri og smærri bændur — höldar og kot-
ungar — sameiginleg áhugamál, og samvinnustefnan
ruddi scr til rúms.
Á stærri býlunum hafði orðið stórfelld framför á
19. öldinni, en þau smærri stóðu í stað eða þvi sem
næst. Að vísu hafði á stundum verið heitið verðlaun-
um fyrir góða ræktun og stækkun býlanna, en sökum
þess að verðlaun þessi voru svo lág — aldrei yfir 20 ltr.,
og oftast 10, 8, 6 og jafnvel 3 kr. —- var naumast hægt
að sjá, að verðlaunafyrirheitið ýtti nokkursstaðar
undir.
Kotungarnir héldu fast við að stunda búnaðinn í
sama móti og hinir stærri, en sú stefna var skökk, eins
og síðar hefir betur og betur komið í ljós. Smá-
býlabúnaðurinn verður aldrei rekinn í sama sniði sem
á stórbýlunum, svo að vel fari á, með því móti gefur
sá takmarkaði landskiki, sem smábýlinu fylgir, svo
litla eftirtekju, að hún hrekkur of skammt l'jölskyld-
unni til lífsframfæris. Fæstir höfðu þá hugmynd um
að í jörðinni byggi það grómagn, sem auðgað gæti
bóndann og framfleytt fjölskyldu hans við landnytjar
og búfjárrækt, á eigin heimili. Því skoðaði kotungur-
inn jörð sína sem aukaatriði og daglaunavinnuna aðal-
atvinnu. Jafnvel þó svo hefði verið, að möguleikarnir
til fullkominnar lífsframfærslu á jarðarhorninu væru
sýnilegir, þá þurfti meira til, það þurfti fjármuni til að
yrkja landið á réttan hátt, en að fjármunum var kot-
ungurinn jafnan snauður. Þar sem daglaunavinnan var
aðalatvinnan, hlutu heimaverkin að verða atvikum háð.
Eigi að síður fundust víða þau virðingarverðu dæmi,
að eftir ent dagsverk og á sunnudögum og öðrum helgi-
dögum unnu menn að ræktuninni heima, eftir megni,
til þess að fá þó þær heimanytjar sem unnt væri fyrir
frístundavinnu.
Á nokkrum stöðum þekktust dæmi þess að bóndinn