Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 127
BÚNAÐARRIT
121'
frumvörp, sem lögð voru fyrir þingið; en þeim var
ekki sinnt að svo komnu.
Árið 1894 skipaði þingið þó nefnd, er athuga skyldi
þessi mál, og endurskoða eldri lög um skipting jarða
og byggingu nýrra heimila, og „semja tillögur um„
hvernig vinnufólki í sveitum yrði léð jarðarafnot á
hagkvæman hátt“. Nefnd þessi settist nú á ráðstefnu,
og þar sem í henni áttu sæti menn af ýmsum stéttum,
urðu allmiklar orðahnippingar um málið og nefndin
klofnaði, en meiri hluti hennar náði þó samltomulagi
um ýms atriði, sem siðar voru lögð til grundvallar
frumvarpi því til laga, sem eftir málsþóf og orða-
sennur loks náði samþykkt 1899.
Enda þótt nefndin sæti á ráðstefnu svo árum skipti
og semdi frv. það sem hún loks sendi frá sér, var
naumast hægt að segja að lnin hefði nokkur föst tölc
á málinu. Nefndarmenn voru mjög dreifðir í skoðun-
um sem um getur, og málið var linlega undirbúið er
það kom til þings og náði samþykki. Naumast var
hægt að segja, að á nokkrum tostum grundvelli væri
að hyggja, enda var hér um nýmæli að ræða. Nokkrir
vildu gera kotunginn að sjálfstæðum bónda, og veita
honum til þess þá landstærð, sem sjálfstæður bóndi
gæti lifað af sómasamlega. Aðrir vildu halda í gamla
horfið, þannig, að vinnumaður skyldi hann vera áfram,
en hafa jarðarhorn sér til ánægju og hagsbóta; og loks
voru ýmsir sem vildu, að hann hefði jarðnytjar, en þó
ekki meir en svo, að hann yrði að leita sér aukaatvinnu
utan heimilisins, til þess að geta lifað þolanlegu líli.
Tvö síðustu atriðin héldu stórbændurnir fast við, því
þeir óttuðust, að svo kynni að fara, að þeim mundi
veitast erfitt að fá dugandi vinnufólk, því fyrirfram
var vitanlegt, að fyrst og fremst þeir sem dugur var i,
mundu kjósa að verða sjálfstæðir bændur, ættu þeir
kost á því. Þannig var þá landstærðin þrætuepli, en
lánskjörin og styrkur hins opinbera til nýbýlabyggð-