Búnaðarrit - 01.01.1938, Qupperneq 109
B Ú N A Ð A R R I T
103
og svarar sér vel, hefir þjála lund og mikinn vilja
og er gripsval til vinnu, en lítið eða ekki taminn
til reiðar. Allur þorri afkvæmanna líkjast honum
mikið.
7. Nr. 177, Njáll, Barkarstöðum, f. 1931. — Bólstað-
arhlíð 1938: Jarpur, 138—154—18,0—25,0. — For.
Gráni og Stóra-Rauðka, Barkarstöðum. — Eig.
Sigurður Þorkelsson, Barkarstöðum. — II. verðl.
1934. I. verðl. 1938.
Njáll er fríður hestur og fínbyggður og svarar
sér vel, og þau fáu hross sem ég hefi séð undan
honum gefa góðar vonir um hann sem kynbóta-
hest.
S. Nr. 151, Þokki, Stóru-Giljá, f. 1931. — Blönduósi
1934: Grár, 140—150—17,0—23,0. — For. Spakur,
Stóru-Giljá, nr. 58, og Mósa, Stóru-Giljá. Eig. Sig-
urður Erlendsson, Stóru-Giljá. — I. verðl. 1934 og
1938.
Þokki er sérlega myndarlegur hestur, hann á
og til þeirra að telja, því Spakur á Stóru-Giljá,
faðir hans, var að ætt frá Þorlcelshóli, af hrossum
Guðmundar Sigurbjartssonar. — Ef að líkum má
ráða, og þeirri reynslu, sem fengin er, þá er Þokki
prýðilegur kynbótagripur.
ð. Nr. 182, Geisli, Másstöðum, f. 1934. — Sveinsstöð-
um 1938: Leirljós, 141—157—19,0—25,0. — For.
Rauður, Hjallalandi og Brúnka, Másstöðum. —
Eig. Jón Jónsson, Másstöðum. — I. verðlaun
1938.
Geisli er svo mikill hestur og fríður, að hann
vekur athygli hvar sem hann sést í lnossahóp,
og eftir að hafa skoðað hann vandlega, þá efast
ég varla um, að hann sé af góðu bergi brotinn, þó
framætt lians sé ekki upplýst, og nokkurt ættar-
mót virðist vera með honum og börnum Stjarna,
Hrossaræktarfél. Ölfushrepps, svo líklega er það