Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 83
BÚNAÐARRIT
77
vindótta að lit. Eiríkur var þá fátækur og átti því bágt
með að eiga hrossin til fullorðinsára og bar þvi minna
á þeim fyrstu árin en skyldi. Þá varð það mest til bjarg-
ar, að nágranni Eiríks, Ögmundur Sveinbjarnarson á
Þórarinnsstöðum, glöggur hestamaður, tók eftir þess-
um aðflutta stofni, og sannfærðist um, að hann væri
athyglisverður. Hann fékk sér svo hross frá Berghyl og
reyndust þau vel. Má því segja, að á Berghyl og Þór-
arinsstöðum væri sama ættin. Þeir Ögmundur og Ei-
ríkur ólu upp marga stóðhesta og voru þeir um mörg
ár notaðir til kynbóta í nærliggjandi sveitum og bættu
mikið hrossastofninn. Þessir hestar ruddu því braut-
ina fyrir Nasa frá Skarði, og þó ég haldi hann bcztan
þeirra allra, þá er mér ljóst, að minna ljós hefði orðið
að honum en varð, ef hann liefði þurft að blanda blóði
við gersamlega óræktaðan stofn. Nú eru þessar tvær
ættir svo rælcilega ofnar saman í þessum sveitum, að
heita má, að hvergi verði önnur rakin, svo að ekki lcomi
hin til. — Um stóðhestinn og hryssurnar í Hruna-
mannahreppi má því segja, að hvorttveggja sé gott,
en eftir að reyna hvernig þessi blöndun tekst.
Bráinn er eign Ilrossaræktarfélags Hornfirðinga, en
er hjá Hrossaræktarfélagi Hrunamannahrepps í hesta-
skiptum, í eitt ár. Er sú ástæða til þess, að fyrir nokkr-
um árum átti Hrossaræktarfélag Hornfirðinga tvo
prýðilega kynbótahesta, þá Blalck frá Árnanesi og
Bráinn frá Dilksnesi, og voru þeir frændur. Þá þegar
voru mjög skiptar skoðanir um, hvor hesturinn væri
betri gripur, og varð ]>essi skoðanamunur svo rílcur,
að aðilar deilunnar viðurkenndu ekki nema annan
hestinn góðan, en allmargir stóðu utan við deiluna og
viðurkenndu báða hestana sem góða gripi, og báðir
höí'ðu þeir hlotið I. verðl. á héraðssýningum.
Þá þrengdi nokkuð að fjárhag félagsins, svo að ráði
varð vorið 1933 að selja annan hestinn, og varð Blakk-