Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 240
BÚNAÐARRIT
2.12
er óbætanlegt, vegna þess að verðmætið sjálft hafðí
farið forgörðum. Hjá stærri bónda yrði hlutfallslegt
áfall enn hrikalegra vitanlega.
VII.
Nú á tímum er mjög mikið ritað og rætt um síhækk-
andi skatta og skyldur, og um hækkandi og fjölgandi
tolla og álögur með ýmsum nöfnum af hálfu löggjafar-
valdsins og undan slíku kvartað, sizt að ástæðulausm
Ég þori þó að fullyrða, að sá bóndi, sem fellir eitthvað
af fénaði sínum vegna fóðurslcorts, leggi á sig miklu
þyngri byrðar en löggjafar þjóðarinnar mundu svo'
mikið sem láta sér til hugar koma, svo þungbær mundu
þau sjálfskaparvíti, að ekki væri ástæðulaust, að
stappað gæti nærri uppreisn móti óbærilegu kúgunar-
valdi, ef slíkir aðiljar veittu svo þungar búsifjar.
Nú er aftur á móti sá munur á sköttum og skyldum
af liálfu löggjafarinnar, og þeim byrðum, er gálaus
bóndi leggur á sig með ógætilegri fénaðarásetning og
fénaðarfelli, ef í það fer, að skattar og skyldur eru not-
aðir til einhvers, t. d. fjölda þarflegra framkvæmda,.
en hordauðinn skilur eftir sig auðn og eyðilegging..
Með hverri skepnu, sem fallin er vegna fóðurskorts,.
er verðmæti gengið til þurðar og verður aldrei aftur
fengið eða fundið. Sá bóndi, sem fellir fénað sinn
vegna fóðurskorts, nær sér ekki efnalega úr því til
fulls. Það má staðhæfa, og þetta hefir reynslan sýnt
og hún er ólygnust.
VIII.
Áður hefir verið minnst á harða vorið 1882. Þá var
voði fyrir dyrum í minni sveit, en vorharðindin gengu:
i garð upp úr páskum (páskadagur þá 9. apríl), er aðal-
isinn fór að nálgast landið, þó út yfir tæki síðari hluta
aprílmánaðar, 24.—26. april, er ísinn rak að landi og