Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 197
BÚNAÐARRIT
189
þær fyrrum, þar sem svo mikill skortur var á jurta-
fæðu og einkennilegt er það, að Eskimóar þeklcja enn
þann dag í dag notkun þessara jurta. Af þessu stutta
;yfirliti má sjá, að búnaðar Grænlendinga hefir verið
nokkuð frumlegur og vandkvæðum bundið, það því
fremur sem allar samgöngur við útlönd voru litlar.
Hinir ágætu hagar hafa verið aðalatriðið, en ætla má
að þeir hafi rýrnað þegar fram í sótti, búpening fjölg-
aði og landið var meira urið. Svo hafa og íbúarnir
hjálpað til, það var vöntun á eldsneyti og timbri. Menn
hafa neyðst til að höggva runna og tré til eldsneytis,
liúsa og efniviðar. Þannig hafa stór svæði verið lögð
í auðn, sama sagan og hér á landi. Búpeningsstofninn
stóð eða féll með góðæri eða harðindum; þá er
land það, sem var runna eða skógi vaxið minnkaði,
:gerðu harðindin meira vart við sig. Misfellur á árferð-
inu hafa valdið stórtjóni og verið aðalorsök að hruni
hinna fornu byggða.
Búnaður nú. Þá skal sagt frá, hvernig búnaði er
hagað nú á tímum.
Garðrækt. Hans Egede kom til Grænlands 1721.
Hann byrjaði þegar með garðyrkju. I hans fótspor
hafa flestir embættismenn á Grænlandi fetað. Þeir hafa
byggt garða við hús sín og reynt að rækta þar mat-
jurtir til eigin þarfa. Víða eru þessir garðar enn við
liði. Þeir hafa skjól af húsunum og voru girtir með
torf- eða grjótgörðum, svo þeir eru vel skýldir. í mörg-
um görðum eru nú einnig vermireitir. Það eru sól-
reitir án undirhita. í þessum görðum hefir oft heppn-
ast að rækta matjurtir og þær náð góðum þroska. Hins-
vegar hafa Grænlendingar eigi liirt um að rækta mat-
jurtir, fyrr en nú á hinum síðasta áratug. Aðeins á
einum stað, biskupssetrinu Görðum, hefir verið stund-
uð garðyrkja um alllangt skeið, en lánast misjafnlega.
Matjurtir þær, sem ræktaðar eru á Grænlandi, eru
einkum: