Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 246
238
BÚNAÐARRIT
í kaf. Engin ríkisstjórn getur hrundið hafísnum úr
lokuðum höfnum, og rekið hann út í hafsauga. mætti
svo fara að þakka mætti fyrir að afla mætti matvöru
til manneldis, blátt áfram til að halda lífinu í fólkinu-
Skepnurnar eru þó stórtækari um slíkar þarfir. Þesa
vegna má enginn framar setja á „guð og gaddinn“ —
aldrei framar.
XV.
Svo er að líta á skyldur við skepnurnar sjálfar. Það
er mannúðartillitið. Mildin og mannúðin borgar sig
líka hezt.
Maðurinn getur borið hönd fyrir höfuð sér, ef illa er
með hann farið, það getur ekki blessuð skepnan. Hún
er mállaus á mannsins mál.
Það má segja til liróss vorum tímum, að reynt er
eftir fönguin að láta sem flestum og eiginlega öllu fólki
liða vel, forða því frá hungri og vanlíðun. Þetta er
ekki nema sjálfsögð skylda. En þá má ekki gleyma
skepnunum, sem hverjum eiganda þeirra er trúað
fyrir
Blessuð skepnan borgar vel fyrir sig, ef henni er
fullur sómi sýndur. Kýrin með góðri og mikilli mjólk,
ærin með fallegu lambi, mikilli og góðri ull og sínum
eigin kroppþunga að lokum, hesturinn með mikilli
vinnu, er eigi verður hjá komist.
Þegar illa er með skepnuna farið, hefir hún litlu að
miðla, en lætur þó í té, ef hún eitthvað á. Stundum er
svo illa við hana gert, að hún á ekki nema líftóruna.
Hún fórnar einnig henni í sárri og seigdrepandi kvöl,
og deyr, saklaus sjálf af öllum sökum. Það var maður-
inn, verndari hennar, sem lék hana hart, varnarlausan
vesaling ,ekki af illum huga, heldur af því að hann
vissi ekki hvað liann gerði. Slíkt má ekki koma fyrir
oftar, — aldrei framar.