Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 150
142
BUNAÐARRIT
nienn voru lengst á eftir. Og hann fann ráðið. Hóp-
farir smábænda hlutu að koma að gagni og opna augu
manna fyrir því, sem til bóta mátti ráða, og skyldi því
fyrst og fremst heimsækja fyrirmyndar smábýli.
Brátt komst skrið á viðleitni einstaldinga og félaga,
til þess ef unnt væri að sem flestir þeirra, er annars.
sátu heima, og sjaldan eða aldrei höfðu verið utan tak-
marka hrepps síns, ættu kost á að vera þátttakendur
í slíkum ferðalögum. Ferðafýsnina vantaði ekki, en
annað skorti tilfinnanlega, sem sé peninga, og sá
skortur stóð í vegi fyrir því, að farir þessar yrðu al-
mennar fyrst um sinn. Að vísu veittu nokkrir efna-
menn sem þessu voru hlynntir, peningaupphæðir til
kynnisfara við og við, og ýms búnaðarfélög létu einnig.
nokkuð af mörkum.
Til faranna völdust 1‘yrst og fremst þeir, sem þóttu
skara fram úr öðrum að dugnaði, og þótti þá enginn
hlutur eðlilegri, en eftir á spyrja menn, hví þeir sem
voru mestir eftirbátar annara, hafi ekki verið sendir
út af örkinni til að sjá og læra annara hætti og siði í
búskapnum. En sú saga viðgengst nú enn í dag, að
hæglátar og vanafastar sálir láta sig annara framferði
litlu skipta og binda bát sinn vandlega á lognpolli
hversdagslífsins. Þeir, sem tóku þátt i þessum fyrstu
kynnisförum, létu þakklæti sitt í ljós fyrir veitta hjálp
og vottuðu oft á almannafæri, að fátt hafi þeim lær-
dómsríkara verið en einmitt farir þessar.
Frá vissuin hliðum var því haldið fram, að ýmsir
þeirra er verið höfðu þátttakendur í kynnisförunum,.
hafi þegar á fyrsta ári haft hærri nettótekjur af búum
sínum en nokkru sinni fyrr, og þannig hafi heimfluttar
nýjungar strax borið tilætlaðan ávöxt. Á þetta var
bent, er í fyrsta sinn var borin fram tillaga um styrk-
veitingu í rikisþinginu til eflingar kynnisförunum. Yar
því þá haldið fram, og vottað með dæmum, að hjá
inörguin hefði nettóafrakstur aukist um bæði 1 og 2'