Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 129
BÚNAÐARRIT
123
unum var ákveÖið, að lán gegn veðrétti í jörðinni væri
■ekki hægt að fá annarsstaðar, fyrr en helmingur hennar
væri afborgaður, og nauðungarsala gæti aldrei farið
fram, nema með samþykki landbúnaðarráðuneytisins.
Hér að auki voru ýms ákvæði um sölu jarðanna, um
■eigendaskipti, viðbótarkaup á landi, og slcipting jarða.
Flest þessi ákvæði þóttu í reyndinni miður heppileg,
■og voru því annaðhvort úr gildi numin eða breytt við
endurskoðun laganna síðar.
Frá upphafi var öllum það fullljóst, að lögin voru
illa undirbúin; þess vegna var eitt af ákvæðum þeirra,
að þau skyldu endurskoðuð fimmta hvert ár, og var
það lán, því skjótt kom ýmislegt það í ljós er betur
mátti íara, enda var það eðlilegt, því hér var um nýj-
ung að ræða, nýjung, sem enginn vissi hvernig verka
mundi í reyndinni, en reynslan slcyldi leiða í ljós hvað
var gott, og hvað miður fór.
Eins og lögin mæltu fyrir fór svo endurskoðun fram í
fyrsta sinn 1904. Þrátt fyrir að menn höfðu vænst þess,
að veruleg breyting til bóta yrði gerð þá strax, varð
reyndin sú, að menn fóru sér hægt í þeim sökum, senni-
lega af þeirri ástæðu, að bændaflokkur sat að völdum,
og þar réðu stórbændurnir mestu. Stærstu breyting-
arnar voru þær, að lánsfjárupphæðin var hækkuð úr
5600 kr. til 5000 kr. á býli, og upphæð sú sem verja
skyldi til nýbýla árlega var hækkuð úr 2 í 3 millj. kr.
Hækkun þessi nam þó lítið meir en þvi sem landverð
hafði hækkað, og byggingarkostnaður aulcist á tímabil-
inu. Afborgunarskilmálar breyttust þannig, að fram-
vegis skyldi rentur og al'borgun vera 4% af upphæð-
inni á öllu lánstímabilinu. Ennfremur var nú fleirum
gefinn kostur á að njóta möguleilca þeirra sem lögin
buðu. Fyrr voru það fyrst og fremst hinir eiginlegu
vinnumenn bændanna, sem áttu kost á að fá jarðaraf-
not á þennan hátt, eða þeir sem vildu vinna við búnað
.á bændabæjunum er tími gæfist, en nú skyldu einnig