Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 216
'208
BÚNAÐARRIT
ekki einmitt þau gæði, sem sjá’vargróðurinn er auð-
ugur af.
Loks er á að minnast að íslendingar hafa etið sjávar-
gróður — söl og maríukjarna — sér til heilsubótar, allt
frá landnámstíð, fram á 19. öld. Söl voru aðallega til-
reidd svo, að þau voru skorin og afvötnum í sólarhring.
Þá voru þau þurkuð á nýslegnu valllendi og loks rað-
að niður i heldin ílát og fergð. Voru þau helzt látin
bíða svo nokkra mánuði og etin svo með harðfiski og
smjöri. Margar aðrar leiðir voru þó farnar, einkum
ef þau vorii notuð til lækninga. Gleggstar upplýsingar
hefi ég fengið um þetta í jarðabók Bjarna Pálssonar
og Eggerts Ólafssonar og „Ritgerð um manneldi" eftir
Jón landlækni Hjaltalín er prentaður var í Reykjavík
1868, en fyrst skrifuð í íslending 1862. í ferðabókinni
segir: „Á Eyrarbakka er mikil sölvatekja, og safna í-
húarnir þeirn þar allt sumarið, einkum með stór-
straumnum, með fullu og nýju lungli. Sölvatelcjan er
þannig aðal atvinnuvegur þeirra og menn sækjast mjög
eftir þeim nær og fjær, einkum íbúar Árnessýslu, Rang-
árvallasýslu og Skaftafellssýslu, og fá seljendur því
fyrir þau hina beztu landvöru, kjöt, smjör, fé og ull,
•og aðrar sínar beztu nauðsynjar. Ein vætt eða 80 pund
-af þurkuðum sölvum kosta 70 í'iska eða 40 spesíu-
skildinga." — Þessi frásögn sýnir að fólkið fann sig
þurfa sölin, og ekki gat matarskortur hækkað verðið,
er þau voru keypt fyrir mat. Fyrir hollustusakir voru
sölin flutt um langa vegi upp í fjallasveitirnar. Fólkið
i uppsveitunum, fann nauðsyn saltanna í fæðuna, þó
að það vissi ekki, að mjólkin þess væri fátækari af
joðsamböndum og ýmsum steinefnum, en mjólkin
sem var framleidd við sjóinn.
Jón Hjaltalín segir í ritgerð sinni 1862, að öll með-
ferð sölvanna sé nú miklu lakari en áður og nú seljist
sölvavættin fyrir 10—15 fiska. Þá segir hann að sölva-
tekjan á Eyrarbakka muni nú tæpur þriðjungur þess