Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 90
84 BÚNAÐARRIT
hreyfingar líkist hann mest í Hindisvíkurættina. Verð-
ur nú ekki annað séð, en að liann verði mjög mikill og
fríður hestur, er hann hefir fengið þroska, fyrst hann
sómir sér nú vel með fullorðnum úrvalshestum.
Hryssurnar, sem sýndar voru með honum, eru að
sönnu nokkuð ósamstæðar sem von er, því ein er undan
Nasa frá Skarði, önnur undan Brún frá Berghyl, þriðja
undan Rauð frá Brúnastöðum, þó eru þetta allt prýði-
leg hross, en vanta heildarsvip í samstöðu á slíkri sýn-
ingu. Vonandi endist Kára frá Grímstungu aldur til að
safna saman lcostunum, sem þarna eru til staðar, og
byggja úr þeim samstæða heild.
VII. Hrossaræktarfélag- Rangárvalla.
Nr. 110. Skúmur frá Kirkjubæ, f. 1923, móbrúnn, 135
—156—17,5-----23,5. For.: Jarpur, Gunnarsholti, og
Brúnkolla, Kirlcjubæ. I. verðl. 1927, 1930 og 1937. — I.
verðl. fyrir afkvæmi 1933.
Nr. 883. Brúnka, Oddhól, f. 1928, móbrún, 134—160
—16,0—22,0. For.: Skúmur frá Kirkjubæ, nr. 110, og
Gamla-Bleik, Oddhól. I. verðl. 1937.
Mósa, Oddhól, f. 1933, mósótt, 134—164—17,0—23,0.
For.: Skúmur, nr. 110, og Litla-Bleik, Oddhól. II. verðl.
1937.
Nr. 312. Brúnka, Minnahofi, f. 1922, brún, 136—157—
17,0—24,0. For.: Brúnn, Kirkjubæ, bróðir Skúms. nr.
110, og Rauka, Minnahofi. I. verðl. 1927, 1930 og 1937.
Stjarna, Minnahofi, f. 1928, rauð, 137—163—17,0—
23,0. For.: F. óþektur, m. Brúnka, Minnahofi, nr. 312.
II. verðl. 1937.
Skúmur frá Kirkjubæ, nr. 110, er fríður hestur og
gæðalegur. Móðir hans, Brúnkolla í Kirkjubæ, var við-
hrigða gæðingur, og líkist hann hcnni mikið í sjón, en
hefir ekki verið svo taminn, að reynzla fengizt á um
gæði hans. Aftur á móti er reynsla fengin i'yrir því,