Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 198
190
BÚNAÐARRIT
Rófur, sérstaklega næpur, eru ræktaðar í hverjum
garði. Þær verða þar óvenjulega bragðgóðar og eru
alstaðar ræktaðar í Suður-Grænlandi, þar sem garður
er. Fræinu er sáð í garðinn siðast í mai.
Jarðepli var byrjað að rækta um miðja 18. öld. Árleg
uppskera var þó eigi talin nema 2 skeppur af öllu land-
inu. Nú eru jarðepli ræktuð allvíða, jafnvel hjá Græn-
lendingum á stöku stað. Þau virðast þrífast vel í Aust-
urbyggð. Það hafa verið reyndar ýmsar tegundir og
virðist Rosen og Juli vaxa bezt.
Gulrætur rækta Danir í vel skýldum görðum og þá
oftast í vermireitum. Á þennan hátt ná þær allmiklum
jiroska.
Grænkál þrífst í öllum görðum og er víða ræktað. —
Þetta eru þýðingarmestu matjurtirnar sem ræktaðar
eru á Grænlandi, en auk þeirra er víða ræktað: salat,.
spínat, kjörvel, persille, hreðkur, laukur og rabarbari.
Á stöku stað er ræktað blómkál o. fl. káltegundir, mest
þó í vermireitum. Kínverskt kál er nýlega farið að
rækta á Grænlandi, það þrífst ágætlega. 1 gluggum eða
milli ytri og innri glugga í húsum eru á nokkrum stöð-
um ræktaðir tomatar og ná þeir þar fullum þroska..
Allvíða eru ræktuð blóm í gluggum, bæði hjá Dönum
og Grænlendingum. Lítið hefir verið reynt með trjáa-,
runna- og blómarækt úti. Þó eru ræktaðir nokkrir
rauðberjarunnar í Júlíanavon. Nokkur grenitré eru
til inni í fjörðunum, allt að 3 metra há; sagt er að sáð
hafi verið til þeirra um 1890. Fleirærar og einærar
blómplöntur eru á nokkrum stöðum ræktaðar í görð-
um.
Grasrækt. Á Grænlandi eru engin tún í likingu við
það, sem vér höfum. Við tilraunastöðina í Júlíanavon
hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með grasrækt. Það
hefir verið reynt að sá þar grasfræi, gerðar áburðar-
tilraunir o. fl. er að grasrækt lýtur. Likar tilraunir hafa
verið gerðar á einum fjórum stöðum öðrum (Uperni—