Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 228
220
BÚNAÐARRIT
myndi þjóðin án efa verða mun heilsubetri en hún
nú er.
Ef ræktun grænmetis væri aukin mætti einnig spara
milljónir króna í innflutningi á erlendum fæðutegund-
um. Hér á landi höfum við meira en við getum torgað
af fæðutegundum úr dýraríkinu, kjöti og fiski, en fæðu-
tegundir úr jurtaríkinu höfuin við hingað til að mestu
flutt inn. í fljótu bragði mun þetta virðast nauðsyn-
legt, vegna legu landsins og hinna örðugu skilyrða fyrir
kornræktina, en svo er ekki. Ef til vill verður korn-
ræktin almenn hér á landi og lífvænleg atvinnugrein,.
en þó svo yrði ekki, er til önnur nytjajurt, sem gæti
orðið „brauðkorn þjóðarinnar“ nefnilega kartaflan.
Hún þrífst sem kunnugt er ágætlega hér á landi, en er
samt lítið ræktuð. Það er þjóðinni til mikillar van-
sæmdar og stórkostlegs skaða hversu lítið er ræktað
af þessari nytjajurt. Af öðrum grænmetistegundum er
einnig ræktað sorglega lítið, samanborðið við aðrar
inenningarþjóðir.
Fleiri ástæður eru til, að neyzla grænmetis er svo lítil,
þjóðin hefir ennþá ekki vanizt þessum fæðutegundum,
hvorki lært að matbúa eða neyta þeirra, en aðalástæð-
an er sú að framleiðslan er allt of lítil og fullnægir ekki
þeirri markaðsþörf, sein þegar er fyrir. Sú aukning, sem
orðið hefir á framleiðslunni stafar aðallega frá garð-
yrkjustöðvunum og er miðuð við markaðsþörf bæjanna.
í sveitum er grænmeti víðast lítið þekkt og lítið not-
að. Þetta þyrfti að breytast. A sveitaheimilum ætti a>
m. k. að rækta allt grænmeti til heimilisþarfa. Það
virðast litlar líkur til þess að bændur muni sjá sér
fært að kaupa grænmeti frá garðyrkjustöðvunum, enda
er það ekki réttmætt, nema þá þær grænmetis- og á-
vaxtategundir, sem örðugast er að rækta.
Sem betur l'er er hægt að rækta margar hollar og bæti-
efnaríkar grænmetistegundir á hverju heimili á þessu
landi, ef alúð er við höfð. Hér skal hent ú nokkrar