Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 8
G
Hlin
„Við köstuðumst á steinum, strákarnir, yfir ána við
Vígabergsfoss, 12—14 faðma,“ segir Þórður.
Það eru til tvær sort-ir hvannarótar, önnur til svengdar.
— Haft í grauta, leggir og blöð. — Sauðfje er vitlaust í
eini, hann óx þarna. — Gefið einite stundum. Sveppir
notaðir í súpur, helst handa útlendingum. Þórði þóttu
þeir vondir.
Orðið ölteiti kannast jeg vel við, sagði Þórður, frá
gömlu fólki, bruggað þá á hverju heimili. („Menn brugg-
uðu sjálfir öl á íslandi allstaðar, eri fengu mjöl og malt
frá Noregi,“ segir í Grasabók Eggerts Ólafssonar). — Ber,
geymd í skyri, sitt lagið af hvoru. — Rófukál einnig geyrnt
í skyri, sitt lagið af hvoru, soðið ofurlítið, fergt, hollur
safinn, gefinn hestum til eldis, urðu fjörugir af því. — Söl
sótt út á Sljettu til lækninga.
Mikil málnyta í Möðrudal, þar var Þórður um tíma
1876. — Drukkur og súr gefinn hestum. — Þar voru sáir
stórir, tóku 3—4 tunnur, einnig 30—40 tunnur aðrar,
fullar af súr og skyri. — Sigríður stórráða, sem um tíma
var ráðskona í Möðrudal, vildi gefa hundunum súrt skyr,
en þeir þrifust ekki af því. — Skóbætur, sagði gamalt fólk,
ekki slæmar, bleyttar, skafnar, soðnar, súrsaðar. — Gamall
merkisbóndi gaf höfuðleður súrsað, líktist rengi.
Sandtaða nú mikil á Fjöllum, segir Þórður, er að út-
rýma melnum. — Sandtaðan sölnar aldrei, nema brodd-
urinn. — Melurinn fer illa með jórturdýr. — Enn er gef-
inn ystur fjallagrasagrautur í Mývatnssveit á sumrum,
þykir ágætur.
Sortulyng mikið notað í skinn í Mývatnssveit, segir
Þórður.
Margrjet Bjarnadóttir, frd Reykhólum, forstöðukona
Málleysingjaskólans í Reykjavík:
Kræklingur sóttur í eyjar til lækninga (magaveiki). —
Njólarætur (hægðameðal). Hvannir úr eyjum borðaðar
hráar, ekki heimahvönn. — Te gert af blóðbergi, vall-
humli o. fl. — Njólauppstúf gert handa Daniel Bruun,