Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 76
74
Hlin
„Hann kunngerði mjer alt, sem jeg hef gert“, sagði hún
síðar, og við Jesú sagði hún: „Jeg veit að Messias kcmur,
sem kallast Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunn-
gera oss alt“. — Og henni kunngerði hann það, sem mestu
máli skifti fyrir hana, og alla aðra menn: „Jeg er hann,
jeg, sem við þig tala“. Trúarvakning sú, sem varð í Sam-
aríu, og sagt er frá í 8. kap. Postulasögunnar, hefur án
efa, að einhverju leyti, átt rætur að rekja til vitnisburðar
þessarar konu. — Þar segir: „Fólkið gaf samhuga gaum
orðum Filippusar. . . og mikill fögnuður varð í þeirri
borg“. — Áhrifarík er sagan um kanversku konuna, sem
sagt er frá í 15. kap. Mattheusar guðspjalls: Hún bað Jesú
að lækna dóttur sína, þrábað, en Jesús sagðist ekki vera
sendur nema til týndra sauða af húsi Israels. — Konunni
varð þó að bæn sinni. — Jesús læknaði dóttur liennar, og
gaf konunni hinn fegursta vitnisburð: „Mikil er trú þín,
kona“! — Þannig mætti lengi telja: Við konu, sem dæmd
var af samvisku sinni og samtíð, sagði hann: „Jeg sakfelli
þig ekki, syndga þú ekki framar". — Enn sagði hann við
konu, sem grjet syndir sínar við fætur lians: „Syndir þínar
eru fyrirgefnar, trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði“!
Einna minnisstæðust og hugljúfust verður okkur sagan
um Mörtu og Maríu. — Hve mörgum hafa þær ekki, með
fordæmi sínu og kærleika til frelsarans, orðið til vitnis-
burðar og ævarandi blessunar. — Að lokum skal á það
drepið, að fyrsti lærisveinn Jesú í Evrópu var kaupkonan
Lydía. — Afturhvarfssögu hennar er lýst í 16. kap. Post-
ulasögunnar.
Það er táknrænt fyrir kristnar konur á öllum öldum,
sem segir frá í 6. kap. Lúkasar guðspjalls: „Margar konur
vóru með þeim og hjálpuðu þeirn með fjármunum sín-
um“.
Þarna er kristnum konunr vel lýst í fáum orðum. Þær
hafa á öllum tímum haft sínu veglega hlutverki að gegna.
Þeim er ekki eiginlegt að ganga fram fyrir skjöldu. — En
annað er þeim gefið: Að skara frarnúr í fórnfúsri og