Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 30
28
Hlin
hjá manni, sem ætlar að borga mjer strax eftir helgina, og
þá getið þjer byrjað. Það er ósköp áreiðanlegur maður. —
En þjer gerið svo vel og byrjið að borða hjá mjer á
morgun.“ Og nú brosti alt andlitið á henni svo blíðlega
við mjer. — Jeg þakkaði fyrir.
Hefur sólskin hamingjunnar beðið mín hjerna? —
Að svo mæltu kvaddi jeg Erlend og húsfreyjuna, sann-
færður um það, að svona fágætar og merkilegar manneskj-
ur hefði jeg aldrei hitt fyr á lífsleið minni.. . .
En afleiðingarnar af komu minni í Unuhús eru mjer
hinsvegar engin óræð þraut. — Þær urðu rnjer of áþreifan-
legar til þess, að mjer gæti dulist, jafnvel nokkurt ljettúð-
arfult andartak æfi minnar þaðan í frá, að hún hefði mik-
ilvægari og róttækari áhrif á gang lífs míns, bæði hið ytra
og hið innra, heldur en alt annað, sem mjer hefur að
höndum borið fyr og síðar. — Jeg þykist ekki aðeins hafa
sæmilega grundvallaða ástæðu til að trúa, að koma mín í
Unuhús hafi bjargað því, sem flestum, yngri og eldri, er
dýrmætast allra gæða: Sjálfu lífinu í brjósti mjer.
Það, sem lijer fer á eftir, segir Halldór K. Laxness um
Unu, í eftirmælum sonar hennar, Erlendar:
Una var mjög ljóðelsk kona, og skáld og andans menn
voru þeir menn einir, sem hún unni jafnheitt og úrkasti
mannlegs fjelags. — Eftir að hún varð ekkja, hafði hún
mötuneyti í húsinu og lánaði herbergin landshornafólki
og skólapiltum. — Una var fátæk kona og rríikill höfð-
ingi. — Höfðingsskapur hennar lýsti sjer í því, að henni
fanst allir, sem hvorki áttu húsaskjól, peninga nje mann-
orð, ættu heima þar í húsinu. — Þegar hún seldi herbergi
á leigu, eða tók fólk í fæði, hafði hún eina reglu, og það
var að láta þá sem sannanlega gátu ekkert borgað sitja í
fyrirrúmi fyrir hinum, sem gátu borgað. — Ef liún þurfti
að skjóta skjólshúsi yfir volaðan mann af götunni: