Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 77
Hlin
75
óeigingjarnri þjónustu, og líkjast í því meistara sínum
og Drottni, er sagði: „Mannssonurinn er ekki kominn til
að láta þjóna sjer, heklur til þess að þjóna og láta líf sitt
til lausnargjalds fyrir marga“. Og „Sá, sem vill verða mik-
ill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar“. —
Ólafur Ólafsson, kristniboði
LEIKLISTIN OG MARKMIÐ HENNAR.
Ur óprentuðum greinaflokki Soffíu Guðlaugsdóttur, leikkonu.
Margar göfugustu hugsjónir og hugsanir mannsandans
eru bundnar í orðum leikritaskáldanna og liggja þar í
dróma. Leiklistinni er meðal annars ætlað það glæsilega
hlutverk að leysa þær úr fjötrum orðanna. Gefa hugsjón-
unum aftur lífið, láta hugsanir skáldanna rísa upp úr orð-
unum endurfæddar á tungu leikandans. Þess vegna verður
leikarinn ávalt að gæta þeirrar háleitu skyldu sinnar að
draga aldrei úr hugsjón skáldsins nje leggja í hana aðra
nterkingu en til var ætlast, en aftur á móti, með vakandi
samvizkusemi t.œma orðin, gefa hugsuninni víðfaðma
vængjatak, ef mögulegt er, eins og væxá hugsun skáldsins
aðeins grunnteikning, sem leikarinn gæfi ennþá auðugra
líf, með því að fylla hana upp með sínum persónulegu
liturn, sem gætu orðið til þess að skíra hugsanirnar betur
fyrir öðrum, gei'a fólki auðveldara að skilja þær og kynn-
ast þeim öllum.
Á þann liátt getur leikarinn oi'ðið til þess að kynna al-
menningi lífið frá sem flestum hliðum, fólki, sem ef til
vill engin önnur tækifæri hefur til að kynnast mannlífinu
í þess margbreytilegu myndum. Og því fleiri myndum
mannlífsins sem almenningur kynnist, því betri skilning
fær hver einstaklingur á sjálfum sjer og þar af leiðandi á
öðrum og annara högunx. Upp úr þeim skilningi getur