Hlín - 01.01.1961, Page 74
72
Hlin
ir, hinir sömu hæfileikar þurfa á hverri öld að vera liöfuð-
atriði máttar og verðleika konunnar.
í nútíð sem í fortíð beygir heimurinn sig, og mun
ávalt bygja sig fyrir hinum flekklausa veldissprota þess
rjetta kveneðlis.
Sigríður Sveinsdóttir, klæðskerameistari, Reykjavík.
KONAN í SKUGGA KARLMANNSINS
Karlmanninum hefur stundum, í gamni, verið líkt við
skip með mikilli yfirbyggingu og háum möstrum, en
konunni við skrúfuna, sem er á kafi í sjó, og sjest ekki,
en knýr þó skipið áfram.
Vegna sjergáfna kynjanna, hvors um sig, verður hlut-
verk karlmannsins að miklum mun rneira áberandi á
vettvangi daglegs lífs en konunnar.
Starf karlmannsins er einatt út á við og fyrir margra
sjónum. — Áhrif konunnar, þar sem hún hlúir að huldum
rótum lífsins, bak við tjöldin, verða síður sjeð eða metin.
Mannkynssagan getur tiltölulega fárra kvenna. — Þar
er konan í skugga karlmannsins, að öllum jafnaði, stund-
um skimtir þó í hana milli línanna.
Þetta á sjer að ýmsu leyti eðlilegar ástæður, en margar
1 íka óeðlilegar.
Hjá meiri hluta mannkynsins, einkum þó hjá liinum
lieiðnu þjóðfjelögum, lrefur konan jafnan átt við lítils-
virðingu og ánauð að búa. — Innan kristninnar hefur
einnig verið misbrestur á því, að konan nyti viðurkenn-
ingar og jafnrjettis á við karlmanninn. — Biblíunni eða
kristindóminum verður þó ekki kent um það.
Þegar í upphafi Biblíunnar segir: ,,Guð skapaði mann-
inn eftir sinni myixd, hann skapaði hann eftir Guðs my-nd.
Hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau.“ —