Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 20
18
Hlin
Það var víst ekki kominn sími austur í Skaftafellssýslu,
annars hefði hann látið vita. — En amma var orðin blind
og átti erfitt með andardrátt. Það var leigt herbergi handa
henni hinumegin í húsinu, þó við sömu forstofu, hjá
gamalli konu„ sem hafði hálfa hæðina og hálft eldhúsið á
leigu hjá móður minni.
Jæja, nú var blessuð amma komin í síðasta sinn til okk-
ar, og enn var liún í tvö ár. — Hún hafði góða heyrn, var
minnug og skemtileeg eins og á besta aldri. En heilsan
var samt ekki vel góð. Hjartað eitthvað í ólagi og lungun
ofstór, sagði Guðmundur Hannesson.
Nú þurfti jeg Iivorki að óttast lestrarkenslu nje prjóna-
stand. — Jú, amma prjónaði enn, og jeg gat hjálpað
henni, þegar hún misti niður lykkju. — Nú urðurn við
mestu mátar og bestu fjelagar, þó aldursmunurinn væri
mikill: Hún á níræðisaldri, en jeg sextán ára. — Nú
sagði amma mjer margt um sína hagi, sem mig fýsti
að vita. — Hún fræddi mig mikið um ýmsar andlegar
stefnur, t. d. um spiritisma og guðspeki, þar var hún mik-
ið lesin, og hlynt ýmsum kenningum guðspekinnar. —
Norðurlandamálin hafði hún lesið öll, einnig þýsku. —
Þá sagði hún mjer þá sögu, að hún hefði keypt á bóka-
uppboði í Reykjavík (þegar liún var með syni sína: Magn-
ús í skóla og föður minn í prentnámi í ísafold), öll verk
Schillers og þýsk-danska orðabók með, og lesið þau öll sjer
að fullu gagni. — Mörgum árum seinna segir síra Árni
Þórarinsson frá þessu í bók sinni. — En síra Árni og þau
systkin voru æskuvinir þeirra bræðra, Magnúsar og Odds,
föður míns, og voru því ömmu líka nákunnug.
Bæði faðir minn og síra Magnús hafa sagt mjer, að
meðan þeir voru að læra, hafi ýmsir lærclóms- og rnenta-
nrenn í Reykjavík haft miklar mætur á ömmu og sóst
eftir að spjalla við liana um bókmentir. — „Brageyra
hafði hún mjög næmt og var vel hagmælt,“ segir prófessor
Bjöm. — „Jeg man ömmu vel, hún leiðrjetti mig, blind,
ef jeg las skakt í N jálu eða Laxdælu. — Jeg held hún hafi