Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 154
152
Hlin
heima. Mig langar svo til að sýna þjer skautbúninginn minn, sem
jeg erí'ði eftir móður mína. Hún saumaði hann í Reykjavík um líkt
leyti og móðir þín saumaði sinn búning, sem þú átt og hefur notað
mikið. Búningur móður minnar er fallegur, sjerstaklega samfellan
með sóleyjarmunstrinu. Jeg hef æfinlega haft hann fyrir minn há-
tíðabúning, altaf verið í honum, þegar börnin mín voru skírð eða
fermd, og stundum í brúðkaupsveislum.
Ólöj á Egilsstöðum sagði að sex merkur smjörs í mál hefði fengist
eftir 40 ær í Hellisfirði í Suður-Múlasýslu. Róndinn á Geirólfsstöð-
um í Skriðdal sagði 1932, að þar hefðu fengist tíu pund af smjöri
eftir tíu ær. Landgæði sjerstök á báðum stöðunum.
Gamalt úr Skagafirði. Þegar aðför skagfirskra bænda til Grírrís
amtmanns á Möðruvöllum var ráðin, skyldu allir bændurnir vera
klæddir kafíu, ríðandi hvítum hesti. Ferðast var að nóttu til. Þegar
þetta var, bjó bóndi sá á Stapa í Lýtingsstaðahreppi, sem Þor-
valdur hjet Kristjánsson. Kona lians hjet Helga Jónsdóttir frá Steiná
í Svartárdal, skörungur mikill. (Jón á Steiná var fjórgiftur og ól upp
29 börn að sagt var). Það lítur út fyrir að Helgu hafi ekki getist vel
að ferðalaginu norður, því þegar bóndi hennar var tilbúinn í kafíu
á livítum hesti, eins og tilskilið var, segir liún: „Þetta gerir þú ekki
sjálfur, Þorvaldur! En svo þú sjert ekki svikari, þá lætur þú
vinnumann þinn fara.“ Og það varð.
Helga var sjerstaklega vel lynt, en Þorvaldur fljótlyndur. Helga
kallaði þá bara: „Þorvaldur," og það var nóg. — Helga var eítirsótt
í veislur, matreiðslukona með ágætum. — Hjónin á Stapa eignuðust
tíu syni, en enga dóttur. Fjórir synirnir náðu fullorðins aldri. Helga
átti mikið kvensilfur. Ljet hún steypa það upp og gera matskeið og
teskeið handa hverjum syninum, einnig framhjátektarsyni bónda.
Ljet líka gera sifurhnappa á peysu handa hverjum einum. Alt var
þetta með fangamarki þeirra hvers um sig. — Þorvaldur bóndi var
karlmenni að burðum. Bar hann stundum stúlkur á bakinu yfir
Hjeraðsvötnin. Hafði þá jafnan poka meðferðis, sem hann fylti
grjóti á heimleiðinni.
Frjettir úr Kelduhverji, N.-Þing., haustið 1960. Hjer í sveit standa
yfir miklar og merkilegar framkvæmdir. Svo liagar til, að á mörgum
býlum er vatnsleysi mikið, og sumstaðar algert. Þarf að aka neyslu-
vatni langar leiðir, einnig handa búpeningi. í haust var hafist handa
og borað eftir vatni á sjö eða átta bæjum, og liefur það alstaðar
borið árangur, cn djúpt er í þáð víða, alt að 60 metruní. Þetta er
auðvitað kostnaðarsamt, en jarðirnar verða eigulegri fyrir bragðiö.