Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 125
Þegar Gullfoss gamli kom.
Brot úr bók Oscars Clausens, „Við yl minninganna".
Jeg er einn a£ þeini mörgu, sem líður aldrei úr minni,
hver stóratburður það var hjá íslensku þjóðinni, þegar
gamli Gullfoss kom fyrst til íslands, skipið, sem íslend-
ingar á tímum nauðalítillar fjárhagsgetu, lögðu mjög hart
að sjer til að eignast.
Áður en jeg sný mjer frekar að komu þessa glæsiskips,
óska og vona langþjáðrar og snauðrar þjóðar, vil jeg að-
eins víkja lítillega að fyrstu fjársöfnuninni til skipakaup-
anna. Jeg var þá verslunarfulltrúi í Stykkishólmi og lagði
mikla vinnu og alúð í að safna lje í skipin, eins og raunar
margir fleiri víðs vegar um land. Úr Hólminum barst
hinu nýja fjelagi furðudrjúgur sjóður. Er vert, að unga
fólkið, sem nú hefur oft fullar hendur fjár, hyggi að því,
að sú kynslóð, sem lyfti hinu mikla Grettistaki, stofnun
Eimskipafjelags íslands, var kynslóð, sem alist hafði upp
við mikla vinnusemi, nægjusemi og sparneytni, kynslóð,
sem í bernsku tíndi sarnan hagalagða til að geta eignast
vasahníf eða spjör, en átti sjer jró hugsjónir, sem hún
trúði á og vildi einhverju fyrir fórna. Það var bláfátæk en
einliuga þjóð, sem stofnði fjelagið. Nefna mætti mörg
dæmi þess, hve fólkið lagði hart að sjer til að geta orðið
meðeigandi í Eimskipafjelagi íslands. Það kom fyrir, að
tveir urðu að leggja saman aleigu sína til að geta eignast
einn tuttugu og fimm króna hlut!
Margir unglingar spöruðu alt við sig, söfnuðu 25-eyr-
ingum í heilt ár, til að geta lagt í Jressa guðskistu þjóðar-
innar. Drengur einn á Eyrarbakka var búinn að spara
og þannig safna 50 krónum í sparisjóðsbók í þrjú ár, og
hugðist bæta þarna árlega við, en þegar liann las það, að
þjóðin ætlaði að eignast skip, fylltist hann áhuga og metn-
aði, tók út aleigu sína og keypti fyrir hana hlut í Eim-
skipafjelaginu.