Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 85
Heilbrigðismál.
STADDUR HJÁ AUGNLÆKNI HAUSTIÐ 1960.
Vegna tilmæla Hlínarritstjórans bregð jeg penna að
blaði og hripa eftirfarandi:
Ekki var því svo varið með mig núna, að jeg fljúgi
suður heiðar með fjaðraþyt og söng sem fuglar skáldsins
á síðhaustum.
Nei, hjer silaðist áfram með rauðskjöldóttum áætlunar-
híl Norðurleiða gamall maður á leið til Reykjavíkur.
Mjer var að vísu gott í geði við tilhugsun um hið útliðna
eftirlætissumar, en aðalerindi mitt til Reykjavíkur nú
kastaði nýjum skugga á hið lúða, litdaufa tjald ellihugar.
Jeg hafði að aðalerindi að leita augnlæknisráða við vax-
andi sjóndepru. Það er ekkert gott nje þóknanlegt við
það fyrir gamla manneskju, sem orðið hefur með fjölg-
andi lífsárum að standa í togi við ellina um þrek sitt og
vilja til starfs, og altaf hefur hönkin smádregist úr hönd-
um og færst í elligreipar. Og því er það aðeins þetta, sem
friðaði, færði svolitla birtu til hugans, að fá þó heyrt og
sjeð, sjeð og heyrt menn og umhverfi, þó óvirkur að
mestu. En svo tekur þó steininn úr, ef sjónin hilar líka til
fulls og öll sund lokast. Hin síðasta úrbótatilraun er
Reykjavíkurför á fund augnlæknis. í þá áttina stefndi
jeg nú til að fá úrskurð augnlæknis um sjónfar mitt.
Nú var jeg í Reykjavík staddur, hafði leitað mjer upp-
lýsinga um gegnitíma þess augnlæknis, er jeg hafði hugs-
að rnjer til að leita. Það var snemma dags, milli dagmála
og hádegis. jeg var með þeim fyrstu, er á hiðstofubekki
settist. Hinn tilsetti skoðanatími var nær til loka liðinn.
Fólk hafði nær fylt hiðstofuna. Fólk, sem sjáanlega bjó við
ýmis augna- eða sjónvandkvæði.
Nú hirtist augnlæknir í dyt;unum, grannvaxinn maður,
magur og fölleitur. TTann har mikla hlýju í augum og
f>*