Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 132
130
Hlín
í hug piltanna hefur skapast ný hugmynd um notagildi
þessa náttúrufyrirbæris. Hjer mátti byggja sundlaug. Eir
sú framkvæmd hlaut að kosta bæði vinnu og peninga, og
fjárráð þessara drengja voru ekki mikil. Og þó. Strax
þetta sama kvöld, að lokinni vinnu, lögðu piltarnir leið
sína yfir um ána og athuguðu staðhætti. Heitur lækur
fellur framan við túnið á Svanshóli, niður yfir flóann og
í ána rjett á móti Hvammi. — Lækur þessi er hjer djúpur
og vatnsmikill nokkuð. Hjer virtist þeim ákjósanlegur
staður. Og þá var að hefjast handa og láta Guð og lukk-
una ráða, hversu lengi mætti vinna, svo að gagni kæmi.
Björt vorkvöld og skuggalausar nætur vann þama hóp-
ur ungra manna að grefti, torfristu, fyrirhleðslu og malar-
aðdrætti. Og miklu fyr en vonir stóðu til, var þarna kom-
inn vatnsgeymir, 16 m langur og 8 m breiður, og alt að
H/2 m á dýpt. I þennan geymi var svo læknum veitt og
affall sett í fyrirhleðsluvegginn. Voru því tök á að láta
vatnið renna í gegn og endurnýjast þannig. Einnig voru
botnlokur settar, svo að hægt væri að tæma sundpollinn,
þegar þörf þætti.
Til að standa vörð um framkvæmdir og viðhald þessa
staðar, var stofnað Sundfjelagið Grettir, sem ennþá starfar
með blóma í Bjarnarfirði.
Þessi ófullkomni sundpollur var um árabil yndisstaður
æskunnar, sem óx upp í Bjamarfirði. Og smátt og smátt
var haldið áfram og unnið að meiri og fullkomnari fram-
kvæmdum. Og nú er sundlaugin að Klúku í Bjarnarfirði
einn með fullkomnustu útisundstöðum landsins. Og þar
rís nú upp heimavistarbarnaskóli fyrir bygðina.
„Sterkur fór um veg,
þá var steini þungum
)okuð leið fyrir.
Ráð at hann kunni,
þó ríkur sje,
og hefðu þrír um þokað.“ — J. H.