Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 120
Melrakkasljetta.
Eilt af þeirn jirnm-tnínútna erindum, sem fulltrúar jlutlu um
heimabygð sina d fundi S. N. K. á Þórshöjn 1960.
Góðu fjelagssystur!
Halldóra segir mjer að lýsa minni sveit, og þá er ekki um annað
að gera en að hlýða. Þið takið viljann fyrir verkið.
„Reistur nam land milli Reistargnúps og Rauðagnúps, og bygði
bæ sinn að Leirhöfn," segir í Landnámu. Leirhöfn er syðsti og
vestasti bær á Sljettu, en svo er Melrakkasljetta oftast nefnd í dag-
legu tali. Austasti bær á Sljettu heitir Hóll, og á milli Leirliafnar og
Hóls með bæjaleið, hygg jeg að sjeu um það bil 50—60 kin. Bygðin
er öll með ströndinni og víða langt á milli bæja. Víðast standa
bæirnir á gröndum eða hólum, mcð stöðuvatn á aðra liönd cn
sjóinn á liina. í mörgum vötnum er silungur, víða æðarvarp, sums
staðar kópaveiði, og svo auðvitað trjáreki.
Þetta þóttu nú aideilis byggilegar sveitir hjer í gamla daga. Og
hjer fyrrum var sagt, að nærsveitarmenn liafi litið öfundaraugum
til Sljettunga, sagt sem svo, að þeir þyrftu bókstaflega ekki neitt
fyrir lífinu að hafa, því ef þeir legðust á bakið, verpti fuglinn ofan
í þá, svo þyrftu þeir bara að velta sjer á magann, þá synti silung-
urinn upp í j)á!
Já, þetta var nú í j)á góðu, gömlu daga, eins og menn segja. Ln
nú er öldin önnur: Oll hlunnindi úr sjer gengin, borgar sig ekki
að hirða J)au, er sagt, það kostar svo mikla vinnu, þvi nú er alt
miðað við tímakaup og allar jarðir við laxár!
Fólkinu fækkar, og spmar jarðir eru komnar í eyði, cn áður var
mannmargt á flestum bæjum.
Austan á Sljettunni er Raufarhöfn, gamall verslunarstaður. Þar
er góð höfn, gerð af máttarvöldunum. Þar versluðu spekúlantar á
sínum tíma, og þótti þeint gott að höndla þarna í öruggu vígi
fyrir Ægisdætrum, sem oft eru aðsópsmiklar við Sljettu.
Þar hösluðu líka Norðmenn sjer völl á sínu fyrsta söltunartíma-
bili lijer við land.
Enn í dag er Raufarhöfn mikill síldarathafnabær. Þar eru margar
söltunarstöðvar, síldarverksmiðja og frystihús.
Nú í kvöld kom fyrsta söltunarsíldin til Raufarhafnar á þessu
sumri. Standa nú ungar og aldnar konur í bjarma miðnætursólar-
innar á plönunum og tína hraðhentar silfur hafsins í tunnurnar.
A. P. J.