Hlín - 01.01.1961, Side 108
106
Hlín
En Iivað var nú þella? Leikur barnanna fór eittlivað út
um þúfur. Það var eins og dimdi í lofti. Lítill, hnellinn
drengur rauk á fjeiaga sinn, tók af honum spýtu og öskr-
aði: „Jeg á þessa spýtu, þú mátt alls ekki negla í hana.“
Hinn tók á móti og sagði: „Þú átt ekkert í henni.“ Nú
var skriðan Iaus. Alls konar orðaleppar fuku, og hvor-
ugur vildi sleppa.
Jeg staulaðist til barnanna og reyndi að miðla málum:
„Talið þið ekki svona ijótt, sólin horfir á ykkur og lieyiir
líka til ykkar. Fylgið nú ömmu gömlu heim að tröpp-
unum og verið góðir.“ Þeir brugðu við. Sá, sem byrjað
hafði ófriðinn, var þungur á brún. Jeg sá, að einhver bar-
átta var háð hið innra með lionum. Eg settist á tröpp-
urnar og beið.
Drengurinn rjetti fram höndina, sem hann liafði fyrir
aftan bakið með spýtunni, rjetti fjelaga sínum hana og
sagði: „Jæja, þú mátt eiga liana,“ og litlu andlitin ljóm-
uðu öll eins og sólargeislar. Deilan var leyst. Ef sólin leysti
nú allar deilur svona fljótt!
Og altaf var það eignarrjetturinn, sem setur alt í bál og
brand.
Ég var í þann veginn að standa á fætur og staulast inn.
Þá gekk lítil stúlka að hnjám mínum og sagði: „Amma,
hvað kant þú fallegast, vísu eða bara mál?“
Jeg stóð grafkyr, vissi ekki hverju jeg átti að svara. Það
flæddi yfir hug minn þau undur og gnægð af málsins
dýra auði, að jeg gat engu svarað. Um hug minn flaug
svo margt, sem jeg kunni af vísum, kvæðum, spakmælum,
lofgjörðum, bænum og annari fegurð. Mjer opnaðist sýn
ylir þá máttugu fegurð, sem ntálið geymir, og það mikla
vald, sem mannkyninu með því er gefið. Og eins og ætíð,
þegar mest er gefið, gnægðin mest, er vandinn mestur að
velja.
Jeg var ráðþrota að svara börnunum. Þau stóðu öll og
horfðu á mig og biðu. En ég smeygði mjer úr vandanum,
eins og við gerum svo oft, fjekk frest og sagði hálfsneypt: